Skipulagsbreytingar á búsetusviði

Málsnúmer 2017100443

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1267. fundur - 06.12.2017

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusvið og Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu búsetusviðs kynntu tillögur að breytingum á skipulagi starfsemi Gránufélagsteymis og Heimaþjónustu Stoðar. Tillögurnar fela í sér að starfseiningarnar verði sameinaðar í þeim tilgangi að auka samlegð og bæta samræmingu stuðnings við skjólstæðinga Gránufélagsteymisins.

Velferðarráð frestar afgreiðslu málsins.

Velferðarráð - 1268. fundur - 20.12.2017

Lagt fram minnisblað um fyrirhugaða samþættingu heimaþjónustu Stoðar og Gránufélagsteymis.

Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu búsetudeildar og Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður heimaþjónustunnar Stoðar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með fyrirhugaða samþættingu.

Velferðarráð - 1271. fundur - 07.02.2018

Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður heimaþjónustu Stoðar sagði frá gangi mála varðandi samþættingu Ráðgjafarinnar heim og Gránufélagsteymis.