Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi

Málsnúmer 2017120160

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1268. fundur - 20.12.2017

Lagt fram erindi frá Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra dagsett 8. desember sl. um miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Velferðarráð tekur undir mat lögreglustjóra um mikilvægi þess að koma á fót miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri.

Velferðarráð - 1271. fundur - 07.02.2018

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti umræður og tillögur að leið til þess að koma á miðstöð þolenda á Norðurlandi sbr. Bjarkarhlíð í Reykjavík og bókun velferðarráðs frá 20. desember 2017.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að væntanleg miðstöð þolenda á Norðurlandi fái aðstöðu í Aðalstræti 14, Gudmands Minde, ef um það semst við Aflið sem hefur húsnæðið á leigu af Akureyrarbæ.

Velferðarráð - 1272. fundur - 21.02.2018

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu vegna miðstöðvar þolenda á Norðurlandi.
Velferðarráð lýsir sig meðmælt undirritun viljayfirlýsingarinnar miðað við þær forsendur sem þar koma fram.