Samningar um öryggisvistun 2017

Málsnúmer 2017080018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs mætti á fund bæjarráðs og fór yfir málið.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3421. fundur - 17.10.2017

Umræður um samning velferðarráðuneytis og Akureyrarbæjar um öryggisvistun.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að ályktun:

Bæjarstjórn Akureyrar vill vekja athygli stjórnvalda á að samningur um öryggisvistun, sem Akureyrarbær sér um fyrir hönd ríkisins, er gerður til eins árs í senn. Ekki hefur verið gengið frá samningi vegna öryggisvistunar fyrir árið 2017 sem leiðir til þess að Akureyrarbær hefur á árinu fjármagnað þjónustu sem ríkinu ber að greiða. Þetta er með öllu óásættanlegt og skorar bæjarstjórn á ríkið að ganga nú þegar frá samningnum auk þess sem krafist er að samningurinn gildi til lengri tíma en eins árs í senn.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að ályktun með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1268. fundur - 20.12.2017

Lögð fram drög að samningi Akureyrarkaupstaðar, velferðarráðuneytis og Greiningarstöðvar ríkisins um öryggisgæslu sem gildir fyrir árið 2017 ásamt útreikningum á kostnaðarhlutdeild aðila.