Ljósleiðari til Hríseyjar

Málsnúmer 2021023130

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3724. fundur - 29.04.2021

Lagður fram samningur milli Fjarskiptasjóðs og Akureyrarbæjar um styrkveitingu vegna lagningar ljósleiðarastofnstrengs milli fastalandsins og Hríseyjar. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð telur mikilvægt fyrir samfélag og atvinnulíf í Hrísey að þangað verði lagður ljósleiðari og samþykkir því samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 103. fundur - 25.06.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 23. júní 2021 varðandi lagningu ljósleiðara út í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð kr. 24 milljónir. Heildarkostnaður er kr. 30 milljónir og styrkur að fjárhæð kr. 6 milljónir hefur fengist frá fjarskiptasjóði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Bæjarráð - 3733. fundur - 15.07.2021

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 25. júní 2021:

Lagt fram minnisblað dagsett 23. júní 2021 varðandi lagningu ljósleiðara út í Hrísey.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð kr. 24 milljónir. Heildarkostnaður er kr. 30 milljónir og styrkur að fjárhæð kr. 6 milljónir hefur fengist frá fjarskiptasjóði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 122. fundur - 16.08.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi þörf á stálhlíf á ljósleiðarann milli Árskógssands og Hríseyjar.
Tilboð barst frá Sjótækni ehf. kr. 6.405.000 án VSK eða kr. 7.942.200 með VSK.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð 8 milljónir kr.

Bæjarráð - 3778. fundur - 25.08.2022

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. ágúst 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi þörf á stálhlíf á ljósleiðarann milli Árskógssands og Hríseyjar.

Tilboð barst frá Sjótækni ehf. kr. 6.405.000 án VSK eða kr. 7.942.200 með VSK.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð 8 milljónir kr.

Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.