Glerárdalur - styrkveiting 2020

Málsnúmer 2020050067

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 77. fundur - 08.05.2020

Minnisblað dagsett 6. maí 2020 varðandi styrk Ferðamálastofu vegna 1. áfanga stígagerðar og brúunar lækja á Glerárdal og mótframlag Akureyrarbæjar á móti styrknum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í verkið og mótframlag Akureyrarbæjar verði tekið af fjárfestingaráætlun innan fyrirtækis 3500 í flokknum stígar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 96. fundur - 12.03.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 10. mars 2021 varðandi áframhaldandi styrk til stígagerðar inn á Glerárdal úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir ánægju með styrkveitinguna og samþykkir að leggja fram 20% mótframlag að upphæð kr. 4.761.000 og verður fjárhæðin tekin af framkvæmdaáætlun ársins í eignasjóði gatna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 103. fundur - 25.06.2021

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 23. júní 2021 varðandi framkvæmdir á stíg fram Glerárdal og að Lamba.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 105. fundur - 10.09.2021

Framkvæmdir við stíg inn á Glerárdal ræddar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir stöðuskýrslu um framkvæmdina til þessa og að lögð verði fram verklýsing á áframhaldandi vinnu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 106. fundur - 24.09.2021

Lögð fram verklýsing dagsett 22. september 2021 á 2. áfanga stígagerðar og brúunar lækja á Glerárdal.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og sorpdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Áætlað að verki verði lokið á árinu 2022.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 107. fundur - 01.10.2021

Tekin fyrir minnisblöð varðandi framkvæmdir við stíg inn Glerárdal sem ætlaður er til að auka aðgengi fólks að friðlandi og fallegri náttúru dalsins. Farið yfir verkáætlun og stöðu framkvæmda.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að horft verði til Stjórnunar- og verndaráætlunar 2018-2027 fyrir Glerárdal og framkvæmdaleyfis frá Umhverfisstofnun. En þar er lagt upp með að bæta aðgengi að fólkvanginum með stígagerð. Skulu stigarnir vera til þess fallnir að minnka ágang fólks fyrir utan stíga og þannig tryggja verndun og aðgengi til framtíðar.

Horfa skal til athugasemda hagsmunahópa á sama tíma og bætt aðgengi sé haft til hliðsjónar þar sem nýir hópar komi til með að geta og vilja njóta fólkvangsins.

Rætt var um drög að verklýsingu fyrir áframhaldandi framkæmd.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 117. fundur - 25.03.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 23. mars 2022 varðandi stígagerð fram í Lamba á Glerárdal.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og sorpdeild sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir ánægju með áframhaldandi stígagerð. Ráðið felur starfsfólki að vinna áfram með Ferðafélagi Akureyrar og vinna að gerð samkomulags um framkvæmdina sem lagt verði fyrir ráðið við fyrsta tækifæri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 121. fundur - 21.06.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 16. júní 2022 um stígagerð á Glerárdal.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á að framkvæmd við 2. áfanga verði í góðu samráði við Ferðafélag Akureyrar og að gætt verði að því að halda raski í lágmarki. Nauðsynlegt er að fara í endurheimt á því landi sem raskaðist við fyrri framkvæmdir, þar var stærra svæði fyrir raski en áætlað var.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og sækja um nýtt framkvæmdaleyfi sem leyfir slóða að hámarki 1 metra að meðtöldu rasksvæði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi stöðu stígagerðar á Glerárdal og í bæjarlandinu.
Umhverfis og mannvirkjaráð samþykkir að kostnaður vegna umframkostnaðar við framkvæmdirnar verði færður innan Gangstétta og stíga.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 144. fundur - 29.08.2023

Staða framkvæmda við stíg inn Glerárdal kynnt.