Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. nóvember 2021:
Lagt fram minnisblað varðandi tilfærslu innan viðhaldsáætlunar fasteigna og leiguíbúða, færslu innan Klappa milli ára og hækkun og færslu milli ára í Lundarskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði:
Leikskólinn Klappir
43 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá fjárfestingaráætlun 2020 til 2021.
50 milljónir kr. - Viðauki vegna verðbóta við verksamning og hærri fjármagnskostnaðar á byggingartíma.
17 milljónir kr. - Viðauki vegna aukins framkvæmdakostnaðar við verkið.
Samtals viðauki á árinu kr. 110 milljónir.
Lundarskóli
107 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá fjárfestingaráætlun 2022 til 2021.
Viðhald fasteigna
25 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá viðhaldsáætlun fasteigna Akureyrarbæjar yfir í viðhaldsáætlun leiguíbúða Akureyrarbæjar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar, Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.