Viðaukar og tilfærslur 2021

Málsnúmer 2021061742

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 103. fundur - 25.06.2021

Lagt fram minnisblað dagsett í maí 2021 varðandi tilfærslu á 6 milljónum króna innan áætlunar.
Umhverfis og mannvirkjaráð samþykkir tilfærsluna innan fræðslu- og uppeldismála. Fært er af liðnum "Síðuskóli eldhús" sem hefur farið hægar af stað en áætlað var og yfir á liðinn "Endurbætur vegna inntöku ungbarna á leikskóla".

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 109. fundur - 19.11.2021

Lagt fram minnisblað varðandi tilfærslu innan viðhaldsáætlunar fasteigna og leiguíbúða, færslu innan Klappa milli ára og hækkun og færslu milli ára í Lundarskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði:


Leikskólinn Klappir

43 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá fjárfestingaráætlun 2020 til 2021.

50 milljónir kr. - Viðauki vegna verðbóta við verksamning og hærri fjármagnskostnaðar á byggingartíma.

17 milljónir kr. - Viðauki vegna aukins framkvæmdakostnaðar við verkið.

Samtals viðauki á árinu kr. 110 milljónir.


Lundarskóli

107 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá fjárfestingaráætlun 2022 til 2021.


Viðhald fasteigna

25 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá viðhaldsáætlun fasteigna Akureyrarbæjar yfir í viðhaldsáætlun leiguíbúða Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3749. fundur - 25.11.2021

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. nóvember 2021:

Lagt fram minnisblað varðandi tilfærslu innan viðhaldsáætlunar fasteigna og leiguíbúða, færslu innan Klappa milli ára og hækkun og færslu milli ára í Lundarskóla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði:


Leikskólinn Klappir

43 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá fjárfestingaráætlun 2020 til 2021.

50 milljónir kr. - Viðauki vegna verðbóta við verksamning og hærri fjármagnskostnaðar á byggingartíma.

17 milljónir kr. - Viðauki vegna aukins framkvæmdakostnaðar við verkið.

Samtals viðauki á árinu kr. 110 milljónir.


Lundarskóli

107 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá fjárfestingaráætlun 2022 til 2021.


Viðhald fasteigna

25 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá viðhaldsáætlun fasteigna Akureyrarbæjar yfir í viðhaldsáætlun leiguíbúða Akureyrarbæjar.


Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar, Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 110. fundur - 03.12.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 1. desember 2021 varðandi færslu á fjármagni frá árinu 2021 til 2022 vegna seinkunar á afhendingu stigabíls fyrir slökkviliðið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka þess efnis að færa 65 milljónir kr. frá árinu 2021 til 2022.

Bæjarráð - 3751. fundur - 09.12.2021

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 3. desember 2021:

Lagt fram minnisblað dagsett 1. desember 2021 varðandi færslu á fjármagni frá árinu 2021 til 2022 vegna seinkunar á afhendingu stigabíls fyrir slökkviliðið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka þess efnis að færa 65 milljónir kr. frá árinu 2021 til 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs.