Kirkjutröppur, almenningssalerni - deiliskipulag

Málsnúmer 2017060163

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Erindi dagsett 12. júní 2017 þar sem Guðríður Friðriksdóttir fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir aðkomu skipulagssviðs við afmörkun húss og lóðar við almenninssalernin undir kirkjutröppunum í kjölfar ákvörðunar um sölu þess.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og lóðarhafa um lausn málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 103. fundur - 25.06.2021

Upplýst var um áhuga Regins hf. á því að kaupa af Akureyrarbæ fasteign undir kirkjutröppunum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram samhliða endurnýjun á tröppum.