Körfuboltavöllur við Glerárskóla - bréf

Málsnúmer 2021020467

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 94. fundur - 12.02.2021

Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2021 frá vinum Ágústar H. Guðmundssonar sem féll frá í upphafi árs þar sem leitast er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um að reisa veglegan úti körfuboltavöll med snjóbræðslu, girðingu og lýsingu til minningar um hann.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir ánægju með framtakið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 103. fundur - 25.06.2021

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 23. júní 2021 varðandi framkvæmdir við körfuboltavöll á lóð Glerárskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir yfir ánægju með verkefnið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 129. fundur - 06.12.2022

Lagt fram skilamat á framkvæmdum á körfuboltavelli við Glerárskóla.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.