Erindi HFA vegna fjallahjólabrauta

Málsnúmer 2020050234

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 78. fundur - 15.05.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 13. maí 2020 varðandi viðhald og smíði fjallahjólabrauta.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir erindið og leggur til að kostnaður upp á kr. 10.000.000 verði tekinn af fjármagni innan gangstétta og stíga enda rúmist það innan áætlunar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 103. fundur - 25.06.2021

Tekið fyrir minnisblað dagsett 15. júní 2021 og skýrsla dagsett í mars 2021 varðandi uppbyggingu á fjallahjólabrautum á Akureyri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu á fjallahjólabrautum á Akureyri og þakkar fyrir vandaða skýrslu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdir við braut í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra að vinna að brautum innan þéttbýlismarka í samvinnu við skipulagssvið.