Skipulagsráð

401. fundur 24. apríl 2023 kl. 13:00 - 14:31 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Grétar Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Grétar Ásgeirsson B-lista sat fundinn í forföllum Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur.
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista sat fundinn í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

1.Grímsey - vindmyllur - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021040690Vakta málsnúmer

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um uppsetningu vindmylla í Grímsey lauk þann 13. apríl 2022. Tvær athugasemdir bárust auk umsagna frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og hverfisráði Grímseyjar. Eru umrædd gögn lögð fram undir fundarlið nr. 2.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 15. febrúar sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

2.Grímsey - vindmyllur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2022030794Vakta málsnúmer

Kynningu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæði fyrir vindmyllur og fjarskipti í Grímsey lauk þann 13. apríl 2022. Þrjár athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og hverfisráði Grímseyjar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 15. febrúar sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

3.Skarðshlíð 20 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110175Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20 lauk þann 13. mars sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar - A-hluta. Breyting var gerð á tillögunni eftir auglýsingu til að koma til móts við umsögn Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð bílastæða frá stofnbraut.

4.Álfaholt 1-3 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Einars Guðmundssonar sækir um stækkun byggingarreits á lóð nr. 1-3 við Álfaholt.

Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

5.Austursíða 6 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040398Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2023 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson f.h. Norðurtorgs ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 6 við Austursíðu. Breytingin felst í því að bætt verður við byggingarreit fyrir þriggja hæða skrifstofukjarna ofan á áður samþykkt hús (3. - 5. hæð) og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,5 í 0,7.

Meðfylgjandi eru skýringarmynd og deiliskipulagsuppráttur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Sjafnargata 1A og 1B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040653Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2023 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Sjafnargötu ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 1A og 1B við Sjafnargötu.

Breytingin felst í því að heimilt verður að reisa tveggja hæða byggingar á lóðunum. Nýtingarhlutfall verður óbreytt.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem hæð húsa og umfang breytist ekki. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

7.Sjafnargata 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100948Vakta málsnúmer

Kynningu á drögum að tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk 10. apríl sl.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Lyngmói 1-5 og 7-11 - skilmálar deiliskipulags

Málsnúmer 2023040725Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. apríl 2023 þar sem Trétak ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi skilmála deiliskipulags fyrir Móahverfi.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Oddeyri, suðurhluti - Gránufélagsgata 22, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030161Vakta málsnúmer

Lögð fram hugmynd Árna Ólafssonar arkitekts að mögulegri uppbyggingu á lóð nr. 22 við Gránufélagsgötu.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi í samræmi við tillöguna.

10.Hrísmói 2-4 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030248Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl. Hæstbjóðandi í lóð nr. 2-4 við Hrísmóa var Katla ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 2-4 við Hrísmóa til Kötlu ehf. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Hrísmói 11-17 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030247Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl. Hæstbjóðandi í lóð nr. 11-17 við Hrísmóa var Katla ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 11-17 við Hrísmóa til Kötlu ehf. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Lækjarmói 2-8 - Auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030245Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl.

Hæstbjóðandi í lóð nr. 2-8 við Lækjarmóa var B.E. húsbyggingar ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 2-8 við Lækjarmóa til B.E. húsbygginga ehf.

Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Vestursíða 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023040684Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna (FSRE) dagsett 18. apríl 2023 f.h. heilbrigðisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Akureyrarbæjar þar sem sótt er um lóð nr. 13 við Vestursíðu þar sem fyrirhugað er að reisa um 5.200 m² hjúkrunarheimili með allt að 80 hjúkrunarrýmum á 3-4 hæðum ásamt kjallara.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

14.Hesjuvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð

Málsnúmer 2023040439Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2023 þar sem Jóhannes Már Jóhannesson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimreiðar í landi Hesjuvalla. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Fyrirhuguð vegtenging er ekki í samræmi við deiliskipulag. Að mati skipulagsráðs er þó um það óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

15.Krossanesbraut - umferðaröryggi

Málsnúmer 2023040685Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 21. apríl 2023 varðandi tímabundnar aðgerðir við Krossanesbraut milli Undirhlíðar og Hlíðarbrautar til lækkunar á hámarkshraða og aukins öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda.
Skipulagsráð samþykkir að hámarkshraða á umræddum götukafla verði breytt til samræmis við gildandi deiliskipulag og sett verði upp gangbraut til móts við Hulduholt auk þrenginga norðan og sunnan megin í Krossanesbraut. Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku breytinga á umferðarhraða og uppsetningar á gangbraut í B-deild Stjórnartíðinda að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

16.Reglur um lokun gatna - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022010439Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 18. apríl 2023:

Rætt um samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Hilda Jana Gísladóttir var málshefjandi og lagði fram svofellda tillögu: Bæjarstjórn samþykkir að 2. gr. samþykktar Akureyrarbæjar um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði breytt með þeim hætti að lokun þess hluta Hafnarstrætis sem kallast göngugatan verði alfarið lokuð vélknúnum ökutækjum yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Á þeim tíma verði þó tryggt aðgengi fyrir P-merkt ökutæki fyrir hreyfihamlaða, ökutæki slökkviliðs og sjúkrabíla sem og aðgengi rekstraraðila vegna aðfanga. Til máls tók Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og lagði til tvær tillögur. Fyrri tillagan orðast svo: Bæjarstjórn samþykkir að orðalag í samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði samræmt við heiti verklagsreglna með þeim hætti að þar sem er talað um lokanir fyrir umferð, verði talað um lokanir fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Seinni tillagan orðast svo: Bæjarstjórn samþykkir að 3. gr. um lokun Listagils verði breytt með þeim hætti að hámarki lokana á tímabilinu maí til september fari úr fjórum lokunum í sex. Til máls tók Lára Halldóra Eiríksdóttir og leggur fram svofellda tillögu frá meirihlutanum: Bæjarfulltrúar meirihlutans leggja til að málinu verði vísað til skipulagsráðs og því falið að leggja mat á reynslu síðasta sumars á núgildandi reglum og taka til umræðu tillögur bæjarfulltrúa Hildu Jönu og Jönu Salóme. Skipulagsráð ljúki yfirferðinni og leggi fram tillögu til bæjarstjórnar í maí 2023.
Meirihluti skipulagsráðs felur skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að breytingu á opnunartíma þess hluta Hafnarstrætis sem kallaður er göngugata og afla umsagna rekstraraðila í miðbænum og Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.


Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

17.Vegagerðin - niðurfelling vegkafla af vegaskrá

Málsnúmer 2023040650Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dagsett 17. apríl 2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar á milli Rangárvalla og Hrímlands.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 910. fundar, dagsett 5. apríl 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 911. fundar, dagsett 13. apríl 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 14:31.