Krossanesbraut - umferðaröryggi

Málsnúmer 2023040685

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 401. fundur - 24.04.2023

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 21. apríl 2023 varðandi tímabundnar aðgerðir við Krossanesbraut milli Undirhlíðar og Hlíðarbrautar til lækkunar á hámarkshraða og aukins öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda.
Skipulagsráð samþykkir að hámarkshraða á umræddum götukafla verði breytt til samræmis við gildandi deiliskipulag og sett verði upp gangbraut til móts við Hulduholt auk þrenginga norðan og sunnan megin í Krossanesbraut. Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku breytinga á umferðarhraða og uppsetningar á gangbraut í B-deild Stjórnartíðinda að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.