Sjafnargata 2 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022100948

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 391. fundur - 09.11.2022

Erindi dagsett 26. október 2022 þar sem Frosti Ólafsson f.h. Olíuverzlunar Íslands hf. sækir um stækkun lóðar nr. 2 við Sjafnargötu. Markmið stækkunarinnar er að færa meginstarfsemi Olís á Akureyri á einn stað. Meðfylgjandi eru afstöðumynd og byggingarlýsing.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram drög að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól til samræmis við erindið. Jafnframt samþykkir skipulagsráð að drögin verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 401. fundur - 24.04.2023

Kynningu á drögum að tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk 10. apríl sl.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3528. fundur - 02.05.2023

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Kynningu á drögum að tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk 10. apríl sl.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 407. fundur - 23.08.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjafnargötu 2 lauk þann 26. júní sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Er tillagan nú lögð fram til samþykktar með lítilsháttar breytingum á legu byggingarreits til samræmis við ábendingar Vegagerðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól með breytingum varðandi tilfærslu byggingarreits út fyrir veghelgunarsvæði í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar.

Bæjarstjórn - 3532. fundur - 05.09.2023

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. ágúst 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjafnargötu 2 lauk þann 26. júní sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Norðurorku og Minjastofnun Íslands. Er tillagan nú lögð fram til samþykktar með lítilsháttar breytingum á legu byggingarreits til samræmis við ábendingar Vegagerðarinnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól með breytingum varðandi tilfærslu byggingarreits út fyrir veghelgunarsvæði í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar.

Þórhallur Jónsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól með breytingum varðandi tilfærslu byggingarreits út fyrir veghelgunarsvæði í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar.