Skarðshlíð 20 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110175

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 391. fundur - 09.11.2022

Erindi dagsett 3. nóvember 2022 þar sem Birgir Teitsson f.h. byggingarfélagsins Hyrnunnar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Skarðshlíð.

Tillagan gerir ráð fyrir vinkilbyggingu sem er 5 hæðir í miðjunni en lækkar til hliðanna í 3 hæðir. Byggingin mun rúma 53 íbúðir með alls 78 bílastæðum, þar af 46 stæðum í bílakjallara.

Meðfylgjandi eru tillögu- og skýringaruppdrættir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3519. fundur - 15.11.2022

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. nóvember 2022:

Erindi dagsett 3. nóvember 2022 þar sem Birgir Teitsson f.h. byggingarfélagsins Hyrnunnar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Skarðshlíð.

Tillagan gerir ráð fyrir vinkilbyggingu sem er 5 hæðir í miðjunni en lækkar til hliðanna í 3 hæðir. Byggingin mun rúma 53 íbúðir með alls 78 bílastæðum, þar af 46 stæðum í bílakjallara.

Meðfylgjandi eru tillögu- og skýringaruppdrættir.

Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Lögð fram tillaga Arkís arkitektastofu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20.

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Skarðshlíð 20 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umrædd breyting fól í sér breytingu á byggingarreit fyrir 3ja til 5 hæða vinkilbyggingu ásamt bílakjallara og bílastæðum ofanjarðar. Tillagan sem nú er lögð fram gerir að auki ráð fyrir að hámarkshæð hússins hækki úr 16,2 m yfir gólfkóta fyrstu hæðar í 17,5 m.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3522. fundur - 17.01.2023

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2023:

Lögð fram tillaga Arkís arkitektastofu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20. Á fundi bæjarstjórnar þann 15. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Skarðshlíð 20 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umrædd breyting fól í sér breytingu á byggingarreit fyrir 3ja til 5 hæða vinkilbyggingu ásamt bílakjallara og bílastæðum ofanjarðar. Tillagan sem nú er lögð fram gerir að auki ráð fyrir að hámarkshæð hússins hækki úr 16,2 m yfir gólfkóta fyrstu hæðar í 17,5 m. Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hlynur Jóhannsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 atkvæðum.

Skipulagsráð - 401. fundur - 24.04.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20 lauk þann 13. mars sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar - A-hluta. Breyting var gerð á tillögunni eftir auglýsingu til að koma til móts við umsögn Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð bílastæða frá stofnbraut.

Bæjarstjórn - 3528. fundur - 02.05.2023

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20 lauk þann 13. mars sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Vegagerðinni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar - A-hluta. Breyting var gerð á tillögunni eftir auglýsingu til að koma til móts við umsögn Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð bílastæða frá stofnbraut.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar A-hluta með 11 samhljóða atkvæðum.