Vegagerðin - niðurfelling vegkafla af vegaskrá

Málsnúmer 2023040650

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 401. fundur - 24.04.2023

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dagsett 17. apríl 2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar á milli Rangárvalla og Hrímlands.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 138. fundur - 02.05.2023

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dagsett 17. apríl 2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

Bæjarráð - 3808. fundur - 11.05.2023

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 2. maí 2023:

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dagsett 17. apríl 2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni og Tómasi Birni Haukssyni verkefnastjóra nýframkvæmda og viðhalds gatna að koma með tillögu að bókun á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3809. fundur - 17.05.2023

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. maí 2023:

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 2. maí 2023:

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dagsett 17. apríl 2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni og Tómasi Birni Haukssyni verkefnastjóra nýframkvæmda og viðhalds gatna að koma með tillögu að bókun á næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð hafnar því að hluti Hlíðarfjallsvegar, um 1,6 km langur kafli milli Rangárvalla og Hrímlands falli af þjóðvegaskrá með þeim rökum Vegagerðar að þar sem tengivegir enda í þéttbýli skuli þeir ná að fyrstu þvergötu sem tilheyrir vegakerfi þéttbýlis og enda þar.

Í b. staflið 2. mgr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 eru tengivegir skilgreindir. Þar segir m.a. að tengivegir séu vegir sem ná til þéttbýlisstaða með færri en 100 íbúa og tengja þá við stofnvegakerfið og vegir að fjölsóttum ferðamannastöðum utan þéttbýlis. Þar sem tengivegur endar í þéttbýli skal tengja hann fyrstu þvergötu sem tilheyrir vegakerfi þéttbýlisins og enda þar.

Þéttbýli er skilgreint svo í skipulagslögum nr. 123/2010 að það sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Þá megi afmarka þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Akureyrarbær nýtti sér það að afmarka þéttbýli ofan við orlofsbyggðina Hrímland með öðrum hætti þegar aðalskipulagi var breytt árið 2018. Þar sem Hrímland er orlofsbyggð er enginn þar með fasta búsetu og því nær það ekki að vera þéttbýli skv. skipulagslögum. Þá tilheyrir Hrímland ekki vegakerfi þéttbýlisins en vegurinn er í einkaeigu Hálanda ehf. og er ekki í umsjá Akureyrarbæjar en bærinn kom ekkert að gerð vegarins. Þá liggur Hlíðarfjallsvegur að fjölsóttum ferðamannastað utan þéttbýlis.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 151. fundur - 05.12.2023

Lagt fram erindi dagsett 3. nóvember 2023 frá Vegagerðinni vegna tilkynningar um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands. Einnig er lögð fram bókun bæjarráðs frá 17. maí 2023 varðandi málið og bókun dagsett 1. júlí 2021 frá fulltrúum Sambands íslenskra sveitafélaga varðandi skilavegi.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

Bæjarráð - 3831. fundur - 14.12.2023

Liður 19 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. desember 2023:

Lagt fram erindi dagsett 3. nóvember 2023 frá Vegagerðinni vegna tilkynningar um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands. Einnig er lögð fram bókun bæjarráðs frá 17. maí 2023 varðandi málið og bókun dagsett 1. júlí 2021 frá fulltrúum Sambands íslenskra sveitafélaga varðandi skilavegi.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Vegagerðina.