Austursíða 6 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040398

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 401. fundur - 24.04.2023

Erindi dagsett 13. apríl 2023 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson f.h. Norðurtorgs ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 6 við Austursíðu. Breytingin felst í því að bætt verður við byggingarreit fyrir þriggja hæða skrifstofukjarna ofan á áður samþykkt hús (3. - 5. hæð) og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,5 í 0,7.

Meðfylgjandi eru skýringarmynd og deiliskipulagsuppráttur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3528. fundur - 02.05.2023

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Erindi dagsett 13. apríl 2023 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson f.h. Norðurtorgs ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 6 við Austursíðu. Breytingin felst í því að bætt verður við byggingarreit fyrir þriggja hæða skrifstofukjarna ofan á áður samþykkt hús (3. - 5. hæð) og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,5 í 0,7. Meðfylgjandi eru skýringarmynd og deiliskipulagsuppráttur.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.