Skipulagsráð

388. fundur 28. september 2022 kl. 08:15 - 12:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Skarphéðinn Birgisson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Skarphéðinn Birgisson F-lista mætti í forföllum Jóns Hjaltasonar.

1.Glerárgata 7 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018090257Vakta málsnúmer

Ingólfur Freyr Guðmundsson hjá Kollgátu ehf. arkitektastofu kynnti tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar sem nær til lóðarinnar Glerárgötu 7. Í breytingunni felst eftirfarandi:

1. Hámarks þakhæð fer úr 16,2 m í 21,5 m og hámarksfjöldi hæða verður 6 í stað 5 og verður efsta hæðin inndregin.

2. Byggingarmagn bílakjallara verður 905 m² í stað 800 m².

3. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 2,6 í 3,55.

4. Byggingarreitir hótels og bílakjallara stækka.

Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna. Afgreiðslu frestað.

2.Torfunefnsbryggja - breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Málsnúmer 2022090822Vakta málsnúmer

Helgi Mar Hallgrímsson hjá Nordic arkitektastofu kynnti vinningstillögu að skipulagi Torfunefsbryggju ásamt drögum að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis.

Jóhanna Helgadóttir og Vilhjálmur Leví Egilsson hjá Nordic arkitektastofu, Sigríður María Róbertsdóttir hjá Hafnasamlagi Norðurlands og Pétur Ólafsson hafnarstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

3.Tjaldsvæðisreitur - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2022061538Vakta málsnúmer

Jóhanna Helgadóttir hjá Nordic arkitektastofu kynnti fyrstu drög að lýsingu fyrir endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreit sem afmarkast af Þórunnarstræti, Hrafnagilsstræti, Byggðavegi og Þingvallastræti.

Helgi Mar Hallgrímsson og Vilhjálmur Leví Egilsson hjá Nordic arkitektastofu sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

4.Sjafnarnes - breyting á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga

Málsnúmer 2021100029Vakta málsnúmer

Lögð fram endurbætt tillaga Verkís verkfræðistofu og Form ráðgjafar að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga vegna áforma við Sjafnarnes.

Tillagan kallar á breytingu á aðalskipulagi sem felst í minniháttar stækkun á iðnaðarsvæði.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

5.Tryggvabraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi frá Eflu verkfræðistofu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar. Kynningu á tillögunni lauk þann 15. ágúst sl.

Fjórar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, Minjastofnun Íslands og Hafnasamlagi Norðurlands.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var afgreiðslu þess frestað til næsta fundar ráðsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum sem fram koma í meðfylgjandi skjali. Þá leggur skipulagsráð til við nafnanefnd að hún leggi fram tillögur að heiti á götu sem merkt er A-stígur á skipulagsuppdrætti.

6.Hvannavellir 10-14 - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2021120847Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Landslags ehf. á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir Hvannavelli 10 - 14 ásamt umsögn Norðurorku um tillöguna.

Tillagan var send lóðarhöfum innan svæðisins til umsagnar, engar ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Leikskóli og hjúkrunarheimili - breyting á deiliskipulagi Síðuskóla

Málsnúmer 2022010712Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins til vesturs að Vestursíðu, afmörkun lóðar fyrir nýtt hjúkrunarheimili á suðvesturhluta svæðisins og nýjum leikskóla sem tengist Síðuskóla á norðvesturhluta svæðisins.
Skipulagsráð samþykkir að kynna drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Hákarlaverkun í Hrísey - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2022020064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. febrúar 2022 þar sem Teitur Björgvinsson leggur inn fyrirspurn varðandi staðsetningu hákarlaverkunar í Saltnesi í Hrísey.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að ræða framhald málsins við umsækjanda, hverfisráð Hríseyjar og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.

9.Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022070825Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júlí 2022 þar sem Kista byggingarfélag sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu.

Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform ásamt yfirlýsingu viðskiptabanka.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var afgreiðslu frestað.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Þórhallur Jónsson D-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Skipulagsráð samþykkir erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn.

Tillagan var borin upp til atkvæða. Þórhallur Jónsson D-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista greiddu atkvæði með tillögunni. Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Skarphéðinn Birgisson F-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Skarphéðinn Birgisson F-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Skipulagsráð hafnar erindinu en felur skipulagsfulltrúa að útfæra tillögu að nýjum útboðsskilmálum fyrir lóðina.

Tillagan var borin upp til atkvæða. Þórhallur Jónsson D-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Skarphéðinn Birgisson F-lista greiddu atkvæði með tillögunni.


Úthlutun lóðarinnar er því synjað.


Þórhallur Jónsson D-lista, Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað að þau telji rétt að úthluta lóðinni til Kistu byggingarfélags og heimila þeim að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn, enda hafi aðrir aðilar ekki sýnt lóðinni áhuga og íbúar kallað eftir verslun í hverfinu sem nú er nánast fullbyggt.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Skarphéðinn Birgisson F-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista óska bókað eftirfarandi: Við teljum heppilegra að fela skipulagsfulltrúa að útfæra tillögu að nýjum útboðsskilmálum fyrir lóðina, enda teljum við æskilegt að lóðin verði skilgreind sem þróunarlóð og að öllum sé gefinn jafn kostur á því að sækjast eftir lóðinni á breyttum forsendum. Mikilvægt er að opinbert stjórnvald gæti jafnræðis þegar horft er til úthlutunar á takmörkuðum gæðum.

10.Deiliskipulag miðbæjar Akureyrar og Hofsbót 2 - stjórnsýslukæra 67/2022

Málsnúmer 2022070124Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 67/2022 varðandi kæru á ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar og ákvörðun byggingarfulltrúa Akureyrar um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Hofsbót.

Niðurstaða úrskurðarnefndar er að kröfu kærenda um ógildingu deiliskipulagsbreytingar er vísað frá skv. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og kröfu um ógildingu byggingarleyfis er hafnað.

11.Hótel á Jaðarsvelli - auglýsing byggingarréttar

Málsnúmer 2022091078Vakta málsnúmer

Samkvæmt deiliskipulagi Jaðarsvallar er afmarkaður reitur fyrir byggingu hótels sem geti verið með allt að 100 herbergi, ráðstefnuaðstöðu auk annarrar afþreyingar og þjónustuaðstöðu. Er reiturinn í suður og austur frá núverandi golfskála.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að gerð útboðsskilmála í samvinnu við forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar þannig að auglýsa megi byggingarrétt fyrir hótelið sem fyrst.

12.Starfsáætlun skipulags- og byggingarmála 2023

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða starfsáætlun fyrir árið 2023 með breytingum sem ræddar voru á fundinum.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 881. fundar, dagsett 15. september 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 882. fundar, dagsett 22. september 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:15.