Hótel á Jaðarsvelli - auglýsing byggingarréttar

Málsnúmer 2022091078

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 388. fundur - 28.09.2022

Samkvæmt deiliskipulagi Jaðarsvallar er afmarkaður reitur fyrir byggingu hótels sem geti verið með allt að 100 herbergi, ráðstefnuaðstöðu auk annarrar afþreyingar og þjónustuaðstöðu. Er reiturinn í suður og austur frá núverandi golfskála.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að gerð útboðsskilmála í samvinnu við forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar þannig að auglýsa megi byggingarrétt fyrir hótelið sem fyrst.