Skipulagsráð

292. fundur 30. maí 2018 kl. 08:00 - 09:57 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

1.Strandgata - söguvörður

Málsnúmer 2018050218Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2018 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að staðsetja söguvörður á sex stöðum við Strandgötu. Meðfylgjandi eru myndir.

Jón Birgir Gunnlaugsson frá umhverfis- og mannvirkjasviði mætti á fundinn.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

2.Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks

Málsnúmer 2018050195Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hótel Akureyri ehf., kt. 640912-0220, sækir um leyfi fyrir hækkun á húsi nr. 73 við Hafnarstræti um eina hæð. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í breytinguna og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

3.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018010262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2018 þar sem Haraldur S. Árnason, f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytt nýtingarhlutfall á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Einnig er óskað eftir samþykki á stærðardreifingu íbúða. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 2. maí 2018.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Jafnframt er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að meta, í samráði við skipulagsráðgjafa, hvort þörf sé á endurskoðun á markmiðum deiliskipulags um stærðardreifingu íbúða.

4.Kristjánshagi 4 - breyting á stærðardreifingu íbúða

Málsnúmer 2018040296Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um samþykki fyrir breytingu á stærðardreifingu íbúða í fyrirhuguðu húsi á lóð nr. 4 við Kristjánshaga. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 2. maí 2018.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða stærðardreifingu íbúða.

5.Margrétarhagi 1 - fyrirspurn vegna deiliskipulags

Málsnúmer 2018050217Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Norðaustur ehf., kt. 451203-2230, óskar eftir áliti skipulagsráðs á túlkun deiliskipulagsákvæða fyrir lóð nr. 1 við Margrétarhaga. Til vara er óskað eftir heimild til að leggja fram deiliskipulagsbreytingar. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð telur að erindið kalli á breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt er að heimila umsækjenda að vinna deiliskipulagsbreytingu, í samræmi við fyrirliggjandi erindi, sem verður grenndarkynnt.

6.Sjafnargata - lóð fyrir dælustöð

Málsnúmer 2018050202Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Gunnur Ýr Stefánsdóttir fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðurhorn Sjafnargötu. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sem staðfest var 15. maí 2018. Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á deiliskipulagi og varðar eingöngu Akureyrarkaupstað og umsækjanda.

Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

7.Tryggvabraut 3 - beiðni um umsögn vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2018050206Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Kristján G. Leifsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, óskar eftir umsögn um mögulega viðbyggingu við hús nr. 3 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð vísar erindinu í vinnslu deiliskipulags gatnamóta við Glerártorg sem er í vinnslu.

8.Brekkugata 13 - skrá íbúð sem atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2018050207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Júlíus Karl Svavarsson fyrir hönd Svavarsson ehf., kt. 560316-1190, óskar eftir að íbúð 0202 í húsi nr. 13 við Brekkugötu verði skráð sem atvinnuhúsnæði til gistingar.
Skipulagsráð telur að umbeðin breyting stuðli að fækkun íbúða í miðbæ og sé því ekki í samræmi við stefnu í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Nú er í vinnslu frekari stefna um gistirými á Akureyri og skipulagsráð frestar erindinu þar til hún verður samþykkt.

9.Kjarnagata, reitur VÞ12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi og umsókn um lóð

Málsnúmer 2018050223Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2018 þar sem Ragnar Hauksson fyrir hönd FISK kompanís ehf., kt. 520613-0800, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi á lóð sunnan við Kjarnagötu 2, reit VÞ12. FISK kompaní er staðsett í Kjarnagötu 2 og fyrirhugað er að bjóða upp á frekari þjónustu sem krefst stærra húsnæðis.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða mögulegar breytingar á deiliskipulagi svæðisins með tilliti til fjölgunar lóða og umferðarskipulags á svæðinu.

10.Kjarnagata 2 - aðgengi til og frá lóð frá Miðhúsabraut

Málsnúmer 2017110100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Guðrún Eva Gunnarsdóttir fyrir hönd Haga hf., kt. 670203-2120, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir að- og frárein að Miðhúsabraut. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 18. maí 2018.
Skipulagsráð frestar erindinu þar til uppfærð gögn hafa borist.

11.Holtagata 9 - umsókn um fjölgun eigna

Málsnúmer 2018050208Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Kristján Eldjárn fyrir hönd Rósu Septínu Rósantsdóttur og Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur sækir um að fjölga eignum úr einni í tvær í húsi nr. 9 við Holtagötu. Meðfylgjandi er eignaskiptasamningur.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá.

12.Hitaveitulögn frá Hjalteyri til Akureyrar - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2018050214Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 17. maí 2018 þar sem óskað er umsagnar um hvort að framkvæmd við hitaveitulögn frá Hjalteyri til Akureyrar skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda telur skipulagsráð að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

13.Stólalyfta í Hlíðarfjalli - beiðni um umsögn vegna tilkynningarskyldu

Málsnúmer 2018050265Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 28. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við byggingu stólalyftu í Hlíðarfjalli skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi er tilkynningarskýrsla unnin af AVH dagsett 12. apríl 2018, br. 23. maí. Framkvæmdin er bæði háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi frá Akureyrarbæ.
Að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda telur skipulagsráð að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

14.Viðburðir - götu- og torgsala - 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2018 þar sem Jóhanna María Elena Matthíasdóttir fyrir hönd Strútsins ehf., kt. 681015-4340, sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn á Ráðhústorgi. Meðfylgjandi er samþykki heilbrigðiseftirlitsins. Byggingafulltrúi samþykkti erindið með fyrirvara um staðsetningu vagnsins. Á deildafundi skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs var lagt til að færa skúrinn aðeins austar, einnig væri möguleiki að setja hann vestast á torgið inn í hringnum við stallana norðan við vatnsfontinn.
Skipulagsráð hafnar færslu vagnsins að svo stöddu með vísan til gildandi samþykktar um götu- og torgsölu en vísar hugmyndinni til endurskoðunar miðbæjarskipulags.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 17. maí 2018. Lögð var fram fundargerð 678. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:57.