Sjafnargata - lóð fyrir dælustöð

Málsnúmer 2018050202

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 292. fundur - 30.05.2018

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Gunnur Ýr Stefánsdóttir fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðurhorn Sjafnargötu. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sem staðfest var 15. maí 2018. Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á deiliskipulagi og varðar eingöngu Akureyrarkaupstað og umsækjanda.

Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3436. fundur - 12.06.2018

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 30. maí 2018:

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Gunnur Ýr Stefánsdóttir fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðurhorn Sjafnargötu. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sem staðfest var 15. maí 2018. Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á deiliskipulagi og varðar eingöngu Akureyrarkaupstað og umsækjanda.

Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.