Margrétarhagi 1 - fyrirspurn vegna deiliskipulags

Málsnúmer 2018050217

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 292. fundur - 30.05.2018

Erindi dagsett 23. maí 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Norðaustur ehf., kt. 451203-2230, óskar eftir áliti skipulagsráðs á túlkun deiliskipulagsákvæða fyrir lóð nr. 1 við Margrétarhaga. Til vara er óskað eftir heimild til að leggja fram deiliskipulagsbreytingar. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð telur að erindið kalli á breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt er að heimila umsækjenda að vinna deiliskipulagsbreytingu, í samræmi við fyrirliggjandi erindi, sem verður grenndarkynnt.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Helstu breytingar eru að nýtingarhlutfall hækkar, heimilt verður að byggja þakbyggingu (3. hæð) og nýta þakrými sem verönd, fallið verði frá kvöð um innbyggðar bílgeymslur í tveimur af fimm íbúðum og vegghæð á göflum húss hækkar.
Að mati skipulagsráð er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Helstu breytingar eru að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,4 í 0,44, heimilt verður að byggja þakbyggingu (3. hæð) og nýta þakrými sem verönd, eingöngu verður kvöð um innbyggðar bílgeymslur í tveimur af fimm íbúðum, hámarks vegghæð á göflum hússins hækkar úr 7,7 m í 8,4 m auk þess sem leiðrétt er merking um fjölda íbúða á uppdrætti til samræmis við fjölda afmarkaðra reita og bílastæða, þ.e. íbúðir verða 5 í stað fjögurra. Tillagan var grenndarkynnt með bréf dagsettu 19. júlí 2018 með athugasemdafresti til 18. ágúst. Sex athugasemdabréf bárust og eru þau meðfylgjandi.
Orri Kristjánsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð tekur undir innkomnar athugasemdir og hafnar því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3609. fundur - 26.09.2018

Lögð fram andmæli Bjarka Garðarssonar fyrir hönd lóðarhafa Margrétarhaga 1, dagsett 7. september 2018, vegna vinnubragða við afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 29. ágúst 2018, og svör við athugasemdum vegna umsóknar um deiliskipulagsbreytingu fyrir Margrétarhaga 1.

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. ágúst 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Helstu breytingar eru að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,4 í 0,44, heimilt verður að byggja þakbyggingu (3. hæð) og nýta þakrými sem verönd, eingöngu verður kvöð um innbyggðar bílgeymslur í tveimur af fimm íbúðum, hámarks vegghæð á göflum hússins hækkar úr 7,7 m í 8,4 m auk þess sem leiðrétt er merking um fjölda íbúða á uppdrætti til samræmis við fjölda afmarkaðra reita og bílastæða, þ.e. íbúðir verða 5 í stað fjögurra. Tillagan var grenndarkynnt með bréf dagsettu 19. júlí 2018 með athugasemdafresti til 18. ágúst. Sex athugasemdabréf bárust og eru þau meðfylgjandi.

Orri Kristjánsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð tekur undir innkomnar athugasemdir og hafnar því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Með bréfi dagsettu 7. september 2018 er farið fram á beiðni um endurupptöku ákvörðunar skipulagsráðs 29. ágúst 2018. Í bókun skipulagsráðs kemur fram að ráðið taki undir innkomnar athugasemdir og hafni því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa. Í endurupptökubeiðni eru færð rök fyrir því að ráðið hafi ekki tekið afstöðu til alls þess sem liggur fyrir í málinu. Þar sem ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi upplýsingum um málsatvik samþykkir bæjarráð að verða við endurupptökubeiðninni og vísar málinu til skipulagsráðs til nýrrar ákvörðunar.

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Á fundi skipulagsráðs 29. ágúst sl. var breytingartillagan tekin fyrir að lokinni grenndarkynningu. Sex athugasemdabréf bárust á kynningartíma og var málið afgreitt með þeim hætti að skipulagsráð tók undir innkomnar athugasemdir og hafnaði því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa. Á fundi bæjarráðs þann 26. september 2018 var samþykkt beiðni umsækjanda um endurupptöku málsins á grundvelli þess að ráðið hafi ekki tekið afstöðu til alls þess sem fyrir lægi í málinu og var málinu vísað til skipulagsráðs til nýrrar ákvörðunar.

Er deiliskipulagsbreytingin því lögð fram að nýju ásamt innkomnum athugasemdum. Til viðbótar er lagt fram bréf umsækjanda dagsett 7. september 2018 ásamt uppdráttum sem sýna þrívíddarmynd af fyrirhuguðu húsi, skuggavarpi og sniði. Einnig er lagt fram bréf Ingólfs Freys Guðmundssonar dagsett 27. september 2018 fyrir hönd umsækjanda þar sem óskað er eftir því að fallið verði frá ákvæði deiliskipulagsbreytingar um að hækka vegghæð úr 7,7m í 8,4m. Þá er lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að umsögn um innkomnar athugasemdir.
Orri Kristjánsson S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt, vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Í ljósi nýrra gagna í formi skýringaruppdrátta sem sýna snið, útlit og skuggavarp leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að fallið er frá breytingu á skilmálum varðandi hámarks vegghæð á göflum hússins í samræmi við ósk umsækjanda og skipulagssviði falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Helgi Snæbjarnarson L-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3442. fundur - 16.10.2018

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. október 2018:

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Á fundi skipulagsráðs 29. ágúst sl. var breytingartillagan tekin fyrir að lokinni grenndarkynningu. Sex athugasemdabréf bárust á kynningartíma og var málið afgreitt með þeim hætti að skipulagsráð tók undir innkomnar athugasemdir og hafnaði því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa. Á fundi bæjarráðs þann 26. september 2018 var samþykkt beiðni umsækjanda um endurupptöku málsins á grundvelli þess að ráðið hafi ekki tekið afstöðu til alls þess sem fyrir lægi í málinu og var málinu vísað til skipulagsráðs til nýrrar ákvörðunar.

Er deiliskipulagsbreytingin því lögð fram að nýju ásamt innkomnum athugasemdum. Til viðbótar er lagt fram bréf umsækjanda dagsett 7. september 2018 ásamt uppdráttum sem sýna þrívíddarmynd af fyrirhuguðu húsi, skuggavarpi og sniði. Einnig er lagt fram bréf Ingólfs Freys Guðmundssonar dagsett 27. september 2018 fyrir hönd umsækjanda þar sem óskað er eftir því að fallið verði frá ákvæði deiliskipulagsbreytingar um að hækka vegghæð úr 7,7m í 8,4m. Þá er lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að umsögn um innkomnar athugasemdir.

Orri Kristjánsson S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt, vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Í ljósi nýrra gagna í formi skýringaruppdrátta sem sýna snið, útlit og skuggavarp leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að fallið er frá breytingu á skilmálum varðandi hámarks vegghæð á göflum hússins í samræmi við ósk umsækjanda og skipulagssviði falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Helgi Snæbjarnarson L-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.