Holtagata 9 - umsókn um fjölgun eigna

Málsnúmer 2018050208

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 292. fundur - 30.05.2018

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Kristján Eldjárn fyrir hönd Rósu Septínu Rósantsdóttur og Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur sækir um að fjölga eignum úr einni í tvær í húsi nr. 9 við Holtagötu. Meðfylgjandi er eignaskiptasamningur.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá.

Bæjarráð - 3601. fundur - 28.06.2018

Á fundi skipulagsráðs 30. maí sl. var tekin fyrir umsókn um skiptingu íbúðarhúss við Holtagötu 9 í tvær íbúðareignir og fékk málið eftirfarandi afgreiðslu:

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Kristján Eldjárn fyrir hönd Rósu Septínu Rósantsdóttur og Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur sækir um að fjölga eignum úr einni í tvær í húsi nr. 9 við Holtagötu. Meðfylgjandi er eignaskiptasamningur.

Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá.


Með tölvupósti dags. 1. júní var óskað eftir endurupptöku málsins og fylgdi með bréf dags. 31. maí 2018 ásamt umsókn um byggingarleyfi, grunnmynd af húsinu og tillögu að eignaskiptaryfirlýsingu.

Í 18. grein samþykktar fyrir skipulagsráð kemur eftirfarandi fram um endurupptöku máls:

"Eftir að skipulagsráð eða starfsmenn þess hafa tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina.

Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs."

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Sóley Björk Stefánsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Bæjarráð fellst á endurupptöku málsins vegna viðbótarupplýsinga sem borist hafa og vísar því til skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Á fundi bæjarráðs þann 28. júní sl. var tekin fyrir beiðni Kristjáns E. Hjartarsonar f.h. eigenda Holtagötu 9, sem barst með bréfi dagsettu 31. maí um endurupptöku máls er varðar umsókn um skiptingu íbúðarhúss við Holtagötu 9 í tvær íbúðareignir. Skipulagsráð hafnaði umsókninni á fundi 30. maí þar sem hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins. Féllst bæjarráð á endurupptöku másins vegna viðbótarupplýsinga sem borist hafa og vísar málinu að nýju til afgreiðslu skipulagsráðs.
Á umræddu svæði er í gildi deiliskipulag sem tók gildi 15. júlí 2015. Í greinargerð deiliskipulagsins kemur fram að viðfangsefni deiliskipulagsins sé m.a. að endurskoða umferðarmál í hverfinu vegna umferðarvandamála þar sem víða eru þröngar götur sem sumar hverjar eru með einstefnu. Þá er tilgreint að um sé að ræða fullbyggt íbúðarhverfi og sérstaklega tekið fram að ekki sé heimilt að breyta fjölda íbúða í núverandi íbúðarhúsum fyrir utan Þingvallastræti 18. Var þetta ákvæði sett inn þar sem ekki var talið æskilegt að gefa möguleika á fjölgun íbúða í hverfinu sem aftur gæti aukið á fyrirliggjandi umferðarvanda. Með því að leyfa skiptingu Holtagötu 9 í tvær íbúðareignir væri verið að skapa fordæmi sem gæti haft neikvæð áhrif í för með sér til lengri tíma litið. Þá bendir skipulagsráð einnig á að inngangur inn í nýja íbúð er frá baklóð hússins.

Skipulagsráð hafnar því erindinu.

Arnfríður Kristjánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.