Stólalyfta í Hlíðarfjalli - beiðni um umsögn vegna tilkynningarskyldu

Málsnúmer 2018050265

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 292. fundur - 30.05.2018

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 28. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við byggingu stólalyftu í Hlíðarfjalli skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi er tilkynningarskýrsla unnin af AVH dagsett 12. apríl 2018, br. 23. maí. Framkvæmdin er bæði háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi frá Akureyrarbæ.
Að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda telur skipulagsráð að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.