Skipulagsnefnd

188. fundur 24. september 2014 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Vilberg Helgason mætti í forföllum Edwards H. Huijbens V-lista.

1.Umræða um stefnumörkun skipulagsnefndar

Málsnúmer 2014090150Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar, Tryggvi Már Ingvarsson, kynnti drög að stefnumörkun skipulagsnefndar.

Lagt fram til umræðu og kynningar.

2.Norður - Brekka, neðri hluti - deiliskipulag

Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Norður - Brekku, neðri hluta, var auglýst í Dagskránni 24. apríl 2014. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Óskað var eftir umsögnum frá fimm hagsmunaaðilum um lýsinguna og bárust þrjár umsagnir.
1) Vegagerðin, dagsett 8. maí 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.
2) Skipulagsstofnun, dagsett 13. maí 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.
3) Minjastofnun Íslands, dagsett 30. júní 2014. Engar athugasemdir eru gerðar en bent á að gera skuli húsa- og mannvirkjakönnun.

Skipulagstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi Norður - Brekku, neðri hluta, dagsetta 24. september 2014. Með tillögunni fylgir greinargerð og húsakönnun fyrir svæðið, dagsett 24. september 2014.
Tillagan er unnin af Ómari og Ingvari Ívarssonum frá Landslagi ehf, sem kynntu tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Ingvari fyrir kynninguna.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað.

3.Þingvallastræti 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2014 þar sem Sigurður Bárðarson f.h. Þingvallastrætis 18 húsfélags, kt. 710585-8739, óskar eftir leyfi til að fjölga íbúðum hússins Þingvallastrætis 18 úr tveimur í þrjár og breyta bílastæðum við húsið þannig að ekið sé inn frá Þórunnarstræti og út á Þingvallastræti ásamt breytingum á útliti hússins. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir umbeðna breytingu á bílastæðum.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á umbeðna breytingu á inn- og útkeyrslu af lóðinni en tekur jákvætt í aðrar breytingar. Erindinu er vísað í vinnslu deiliskipulags svæðisins sem stendur yfir.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - skipulagsdeild

Málsnúmer 2014090166Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun skipulagsdeildar fyrir árið 2015.

Skipulagsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

5.Miðbær suðurhluti - breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits

Málsnúmer 2014090084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2014 frá Pétri Guðmundssyni þar sem hann f.h. Varmárbyggðar ehf., kt. 551106-0390, óskar eftir breytingum á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8 og 10-12 við Austurbrú. Umbeðnar breytingar snúast um fjölda og gerð íbúða og bílastæði auk annarra þátta.
Hönnuður deiliskipulagsins, Árni Ólafsson, sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsnefnd felur varaformanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingum á lóðunum 2-12 við Austurbrú þar sem tekið er tillit til umbeðinna breytinga en þó þannig að meginmarkmið skipulagsins haldi. Tillagan verði síðan lögð fyrir skipulagsnefnd til umfjöllunar.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista fór af fundi kl. 11:15.

6.Oddeyrartangi landnr. 149144 (Laufásgata 8) - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2014070031Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hafnasvæða sunnan Glerár var grenndarkynnt frá 18. ágúst til 15. september 2014.
Þrjár athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar:
1) Norðurorka, dagsett 27. ágúst 2014.
Um er að ræða verulega breytingu fyrir Norðurorku þar sem aðkoma að dælustöð mun þá verða innan lóðar Oddeyrartanga landnr. 149144. Skilyrði þess að Norðurorka geti fallist á breytinguna er að kvaðir verði lagðar á lóðina. Kvaðirnar komi fram á deiliskipulagsuppdrætti og að haft verði samráð við Norðurorku um útfærslu kvaðanna.
2) Útgerðarfélag Akureyrar, dagsett 2. september 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.
3) Ragna Ragnars, dagsett 15. september 2014. Fallist er á breytinguna ef eignarhlutföll lóðarinnar breytast ekki.

Svör við athugasemdum:

1) Samráð var haft við Norðurorku um ákvæði um kvaðir vegna aðkomu að dælustöð NO. Kvaðirnar eru skilgreindar á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Umrædd lóð stækkar um 1.938,7 m2 við að gatan Silfurtangi er felld niður og sameinuð lóðinni Oddeyrartanga landnr. 149144. Hlutur eignarlóðar Rögnu Ragnars er 62.34% og hlutur Akureyrarbæjar er 37.66% fyrir breytingu. Lóðarhlutinn sem bætist við heildarlóðina er hluti lands Akureyrarbæjar.

Því er ekki óeðlilegt að gerð verði breyting á hlutföllum eignarlandsins í samræmi við það og verði því eftirfarandi:

Hlutur Akureyrarbæjar eftir breytingu verður 42,5% og hlutur Rögnu Ragnars verður 57,5% sem skerðist því hlutfallslega ekki hvað fermetra eignalandsins varðar við breytinguna. 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

7.Njarðarnes og Baldursnes - beiðni um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2014090083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. september og 16. september 2014 þar sem meirihluti eigenda Njarðarness 1, 2, og 14 og Baldursness 2, 4, 6 og 8 óskar eftir niðurfellingu á kvöðum í deiliskipulagi um gangstíg og gróður á lóðunum.

Skipulagsnefnd samþykkir að fella niður kvöð um gangstíg á lóðunum við Baldursnes og Njarðarnes. Skipulagsnefnd getur ekki fallist á niðurfellingu á kvöð um gróður á lóðarmörkum en getur fallist á að notaður verði lágvaxinn gróður í stað hávaxins. Skipulagsstjóra er falið að vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við ofangreint ásamt tengingu göngustígs vestan Baldursness að Njarðarnesi.

8.Réttarhvammur 1 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2014090197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2014 þar sem Gunnar Kristinsson f.h. Gúmmívinnslunnar ehf., kt. 450509-1670, sækir um stækkun lóðar við Réttarhvamm 1. Meðfylgjandi er teikning.

Skipulagsnefnd fellst á stækkun lóðarinnar til vesturs í samræmi við innsendan uppdrátt og felur lóðarskrárritara að útbúa yfirlýsingu um stækkun lóðarinnar.

9.Réttarhvammur 3 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2014090243Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2014 þar sem Gunnar Kristinsson f.h. Gúmmívinnslunnar ehf., kt. 450509-1670, sækir um stækkun lóðar við Réttarhvamm 3. Meðfylgjandi er teikning.

Skipulagsnefnd fellst á stækkun lóðarinnar til vesturs í samræmi við innsendan uppdrátt og felur lóðarskrárritara að útbúa yfirlýsingu um stækkun lóðarinnar.

10.Eyrarlandsvegur - umsókn um skilti

Málsnúmer 2014090081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. september 2014 þar sem Birgir Guðmundsson f.h. Háskólans á Akureyri, sækir um leyfi fyrir skilti/söguvörðu við útsýnisstað þar sem Hrafnagilsstræti og Eyrarlandsvegur mætast. Um er að ræða samskonar söguvörðu og þær sem settar hafa verið upp í Innbænum. Utanmál skiltisins yrði 1,3m á breidd og 0,8m hátt. Hæð frá jörðu yrði um 1,4 til 1,5m.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Nákvæm staðsetning verði ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og Minjasafnið.

11.Sunnuhvoll, vegtenging - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014090149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2014 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu frá Litluhlíð að Sunnuhvoli. Meðfylgjandi eru grunnmynd og langsnið unnið af verkfræðistofunni EFLU, dagsett september 2014.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við vegtengingu frá Litluhlíð að Sunnuhvoli, sem er í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar frá 6. apríl 2010, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. 

12.Reglur um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri

Málsnúmer 2005080075Vakta málsnúmer

Endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri.

Skipulagsnefnd leggur til að reglunum verði vísað til vinnuhóps um endurskoðun þeirra sem skipaður yrði tveimur fulltrúum skipulagsnefndar, einum fulltrúa Akureyrarstofu og einum fulltrúa Miðbæjarsamtaka Akureyrar.

Skipulagsnefnd tilnefnir Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Edward Hákon Huijbens í vinnuhópinn og óskar eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarstofu og Miðbæjarsamtakanna í vinnuhópinn.

13.Týsnes 22 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2014090057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2014 þar sem FR4 ehf., kt. 531006-2160, sækir um lóð nr. 22 við Týsnes. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. 

14.Hálönd - götuheiti

Málsnúmer 2014090055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2014 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir meðfylgjandi tillögu að götunöfnum í 2. skipulagsáfanga Hálanda.
Samþykki nafnanefndar á götunöfnum liggur fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að götunöfnum í 2. áfanga Hálanda. Einnig eru samþykktar breytingar á götunöfnum og númerum lóða í 1. áfanga Heimalands (áður Hrímlands).

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. september 2014. Lögð var fram fundargerð 508. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.

Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 18. september 2014. Lögð var fram fundargerð 509. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.