Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Norður - Brekku, neðri hluta, var auglýst í Dagskránni 24. apríl 2014. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Óskað var eftir umsögnum frá fimm hagsmunaaðilum um lýsinguna og bárust þrjár umsagnir.
1) Vegagerðin, dagsett 8. maí 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.
2) Skipulagsstofnun, dagsett 13. maí 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.
3) Minjastofnun Íslands, dagsett 30. júní 2014. Engar athugasemdir eru gerðar en bent á að gera skuli húsa- og mannvirkjakönnun.
Skipulagstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi Norður - Brekku, neðri hluta, dagsetta 24. september 2014. Með tillögunni fylgir greinargerð og húsakönnun fyrir svæðið, dagsett 24. september 2014.
Tillagan er unnin af Ómari og Ingvari Ívarssonum frá Landslagi ehf, sem kynntu tillöguna.