Eyrarlandsvegur - umsókn um skilti

Málsnúmer 2014090081

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 188. fundur - 24.09.2014

Erindi dagsett 8. september 2014 þar sem Birgir Guðmundsson f.h. Háskólans á Akureyri, sækir um leyfi fyrir skilti/söguvörðu við útsýnisstað þar sem Hrafnagilsstræti og Eyrarlandsvegur mætast. Um er að ræða samskonar söguvörðu og þær sem settar hafa verið upp í Innbænum. Utanmál skiltisins yrði 1,3m á breidd og 0,8m hátt. Hæð frá jörðu yrði um 1,4 til 1,5m.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Nákvæm staðsetning verði ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og Minjasafnið.