Njarðarnes og Baldursnes - beiðni um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2014090083

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 188. fundur - 24.09.2014

Erindi dagsett 9. september og 16. september 2014 þar sem meirihluti eigenda Njarðarness 1, 2, og 14 og Baldursness 2, 4, 6 og 8 óskar eftir niðurfellingu á kvöðum í deiliskipulagi um gangstíg og gróður á lóðunum.

Skipulagsnefnd samþykkir að fella niður kvöð um gangstíg á lóðunum við Baldursnes og Njarðarnes. Skipulagsnefnd getur ekki fallist á niðurfellingu á kvöð um gróður á lóðarmörkum en getur fallist á að notaður verði lágvaxinn gróður í stað hávaxins. Skipulagsstjóra er falið að vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við ofangreint ásamt tengingu göngustígs vestan Baldursness að Njarðarnesi.

Skipulagsnefnd - 190. fundur - 29.10.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Krossaneshaga, A-áfanga" í samræmi við bókun nefndarinnar frá 25. september 2014. Í breytingunni felst m.a. að kvöð um göngustíg á lóðum við Baldursnes og Njarðarnes fellur niður. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Formum dagsett 29. október 2014.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3362. fundur - 04.11.2014

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. október 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Krossaneshaga, A-áfanga" í samræmi við bókun nefndarinnar frá 25. september 2014. Í breytingunni felst m.a. að kvöð um göngustíg á lóðum við Baldursnes og Njarðarnes fellur niður. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Formi dagsett 29. október 2014.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 193. fundur - 10.12.2014

Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt frá 6. nóvember til 4. desember 2014.
Ein athugasemd barst 3. desember 2014 frá Nesborgum ehf., Njarðarnesi 9. Farið er fram á að kostnaður vegna jarðvegsskipta á hluta göngustígs verði greiddur og að lóðin verði lagfærð þar sem lagt er til að kvöð um göngustíginn verði felld úr gildi.

Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að semja um kostnaðarþátttöku vegna framkvæmda við göngustíginn.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3367. fundur - 03.02.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. desember 2014:
Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt frá 6. nóvember til 4. desember 2014.\nEin athugasemd barst 3. desember 2014 frá Nesborgum ehf., Njarðarnesi 9. Farið er fram á að kostnaður vegna jarðvegsskipta á hluta göngustígs verði greiddur og að lóðin verði lagfærð þar sem lagt er til að kvöð um göngustíginn verði felld úr gildi.
Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að semja um kostnaðarþátttöku vegna framkvæmda við göngustíginn.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.