Reglur um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri

Málsnúmer 2005080075

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 164. fundur - 11.09.2013

Endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri.

Skipulagsnefnd leggur til að reglunum verði vísað til vinnuhóps um endurskoðun þeirra sem skipaður yrði tveim fulltrúum skipulagsnefndar, einum fulltrúa Akureyrarstofu og einum fulltrúa miðbæjarsamtaka Akureyrar.

Skipulagsnefnd tilnefnir Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Edward Hákon Huijbens í vinnuhópinn og óskar eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarstofu og miðbæjarsamtakanna í vinnuhópinn.

Stjórn Akureyrarstofu - 148. fundur - 08.10.2013

Skipulagsnefnd gerði á fundi sínum þann 11. september 2013 eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd leggur til að reglunum verði vísað til vinnuhóps um endurskoðun þeirra sem skipaður yrði tveimur fulltrúum skipulagsnefndar, einum fulltrúa Akureyrarstofu og einum fulltrúa miðbæjarsamtaka Akureyrar.
Skipulagsnefnd tilnefnir Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Edward Hákon Huijbens í vinnuhópinn og óskar eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarstofu og miðbæjarsamtakanna í vinnuhópinn."

Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Huldu Sif Hermannsdóttur verkefnisstjóra viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu í vinnuhópinn fyrir sína hönd.

Skipulagsnefnd - 188. fundur - 24.09.2014

Endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri.

Skipulagsnefnd leggur til að reglunum verði vísað til vinnuhóps um endurskoðun þeirra sem skipaður yrði tveimur fulltrúum skipulagsnefndar, einum fulltrúa Akureyrarstofu og einum fulltrúa Miðbæjarsamtaka Akureyrar.

Skipulagsnefnd tilnefnir Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Edward Hákon Huijbens í vinnuhópinn og óskar eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarstofu og Miðbæjarsamtakanna í vinnuhópinn.

Stjórn Akureyrarstofu - 178. fundur - 08.12.2014

Akureyrarbær hefur komið á laggirnar vinnuhópi til að endurskoða reglur um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri. Akureyrarstofa á að skipa einn fulltrúa í vinnuhópinn.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna menningar- og viðburðafulltrúa Akureyrarstofu sem fulltrúa sinn í nefndinni.

Skipulagsnefnd - 197. fundur - 18.02.2015

Fulltrúar skipulagsnefndar í vinnuhópi um endurskoðun á reglunum kynntu stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Fulltrúar vinnuhóps um endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri hafa lokið vinnu við endurskoðun reglnanna og leggja fram tillögu að "Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu".
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um "Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu" með breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3373. fundur - 05.05.2015

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Fulltrúar vinnuhóps um endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri hafa lokið vinnu við endurskoðun reglnanna og leggja fram tillögu að Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu með breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu með 11 samhljóða atkvæðum.