Oddeyrartangi landnr. 149144 (Laufásgata 8) - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2014070031

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 183. fundur - 09.07.2014

Erindi dagsett 11. júní 2014 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Polaris Seafood ehf., kt. 551007-1030, sækir um lóðarstækkun við Oddeyrartanga, landnúmer 149144 (Laufásgata 8). Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við umsækjanda. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd - 184. fundur - 30.07.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" í samræmi við bókun nefndarinnar 9. júlí sl. Um er að ræða lóðarstækkun við lóð á Oddeyrartanga, landnúmer 149144. Tillagan er unnin af af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 30. júlí 2014.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3423. fundur - 14.08.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. júlí 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" í samræmi við bókun nefndarinnar 9. júlí sl. Um er að ræða lóðarstækkun við lóð á Oddeyrartanga, landnúmer 149144. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, dagsett 30. júlí 2014.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 188. fundur - 24.09.2014

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hafnasvæða sunnan Glerár var grenndarkynnt frá 18. ágúst til 15. september 2014.
Þrjár athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar:
1) Norðurorka, dagsett 27. ágúst 2014.
Um er að ræða verulega breytingu fyrir Norðurorku þar sem aðkoma að dælustöð mun þá verða innan lóðar Oddeyrartanga landnr. 149144. Skilyrði þess að Norðurorka geti fallist á breytinguna er að kvaðir verði lagðar á lóðina. Kvaðirnar komi fram á deiliskipulagsuppdrætti og að haft verði samráð við Norðurorku um útfærslu kvaðanna.
2) Útgerðarfélag Akureyrar, dagsett 2. september 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.
3) Ragna Ragnars, dagsett 15. september 2014. Fallist er á breytinguna ef eignarhlutföll lóðarinnar breytast ekki.

Svör við athugasemdum:

1) Samráð var haft við Norðurorku um ákvæði um kvaðir vegna aðkomu að dælustöð NO. Kvaðirnar eru skilgreindar á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Umrædd lóð stækkar um 1.938,7 m2 við að gatan Silfurtangi er felld niður og sameinuð lóðinni Oddeyrartanga landnr. 149144. Hlutur eignarlóðar Rögnu Ragnars er 62.34% og hlutur Akureyrarbæjar er 37.66% fyrir breytingu. Lóðarhlutinn sem bætist við heildarlóðina er hluti lands Akureyrarbæjar.

Því er ekki óeðlilegt að gerð verði breyting á hlutföllum eignarlandsins í samræmi við það og verði því eftirfarandi:

Hlutur Akureyrarbæjar eftir breytingu verður 42,5% og hlutur Rögnu Ragnars verður 57,5% sem skerðist því hlutfallslega ekki hvað fermetra eignalandsins varðar við breytinguna. 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3360. fundur - 07.10.2014

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. september 2014:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hafnasvæða sunnan Glerár var grenndarkynnt frá 18. ágúst til 15. september 2014.
Þrjár athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar:
1) Norðurorka, dagsett 27. ágúst 2014.
Um er að ræða verulega breytingu fyrir Norðurorku þar sem aðkoma að dælustöð mun þá verða innan lóðar Oddeyrartanga landnr. 149144. Skilyrði þess að Norðurorka geti fallist á breytinguna er að kvaðir verði lagðar á lóðina. Kvaðirnar komi fram á deiliskipulagsuppdrætti og að haft verði samráð við Norðurorku um útfærslu kvaðanna.
2) Útgerðarfélag Akureyrar, dagsett 2. september 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.
3) Ragna Ragnars, dagsett 15. september 2014. Fallist er á breytinguna ef eignarhlutföll lóðarinnar breytast ekki.
Svör við athugasemdum:
1) Samráð var haft við Norðurorku um ákvæði um kvaðir vegna aðkomu að dælustöð NO. Kvaðirnar eru skilgreindar á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
3) Umrædd lóð stækkar um 1.938,7 m2 við að gatan Silfurtangi er felld niður og sameinuð lóðinni Oddeyrartanga landnr. 149144. Hlutur eignarlóðar Rögnu Ragnars er 62,34% og hlutur Akureyrarbæjar er 37,66% fyrir breytingu. Lóðarhlutinn sem bætist við heildarlóðina er hluti lands Akureyrarbæjar.
Því er ekki óeðlilegt að gerð verði breyting á hlutföllum eignarlandsins í samræmi við það og verði því eftirfarandi:
Hlutur Akureyrarbæjar eftir breytingu verður 42,5% og hlutur Rögnu Ragnars verður 57,5% sem skerðist því hlutfallslega ekki hvað fermetra eignalandsins varðar við breytinguna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.