Umræða um stefnumörkun skipulagsnefndar

Málsnúmer 2014090150

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 188. fundur - 24.09.2014

Formaður skipulagsnefndar, Tryggvi Már Ingvarsson, kynnti drög að stefnumörkun skipulagsnefndar.

Lagt fram til umræðu og kynningar.

Skipulagsnefnd - 189. fundur - 15.10.2014

Formaður skipulagsnefndar Tryggvi Már Ingvarsson, lagði fram stefnumörkun skipulagsnefndar á kjörtímabilinu.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar. 

Skipulagsnefnd - 191. fundur - 12.11.2014

Formaður skipulagsnefndar, Tryggvi Már Ingvarsson lagði fram stefnumörkun skipulagsnefndar á kjörtímabilinu.

Skipulagsnefnd samþykkir stefnumörkun skipulagsnefndar fyrir kjörtímabilið 2014-2018.

Skipulagsnefnd - 197. fundur - 18.02.2015

Næstu verkefni skipulagsnefndar í deiliskipulagsgerð.

Nú þegar skipulagsvinnu Norður-Brekku - neðan Þórunnarstrætis er að ljúka er mikilvægt að skoða hvar okkur á að bera niður næst.
Skipulagsstjóra og formanni er falið að koma fram með tillögur á grundvelli umræðu á fundinum.

Skipulagsnefnd - 197. fundur - 18.02.2015

Umræða um væntanlegar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda og reglum um lóðaveitingar.
Skipulagsstjóra og formanni er falið að koma fram með tillögur á grundvelli umræðu á fundinum.

Skipulagsnefnd - 199. fundur - 11.03.2015

Í samræmi við fund skipulagsnefndar dagsettan 18. febrúar 2015 lagði formaður fram áætlun um næstu verkefni nefndarinnar í deiliskipulagsgerð.
Skipulagsnefnd leggur til að svæðið umhverfis Melgerðisás og næsta umhverfi verði deiliskipulagt.

Skipulagsnefnd - 213. fundur - 30.09.2015

Formaður skipulagsnefndar gerði grein fyrir framgangi stefnu skipulagsnefndar sem samþykkt var í skipulagsnefnd 12. nóvember 2014.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Formaður skipulagsnefndar lagði fram endurskoðaða stefnumörkun skipulagsnefndar.
Frestað.

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að endurskoðaðri stefnumörkun skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða endurskoðaða stefnumörkun.