Miðbær suðurhluti - breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits

Málsnúmer 2014090084

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 188. fundur - 24.09.2014

Erindi dagsett 21. ágúst 2014 frá Pétri Guðmundssyni þar sem hann f.h. Varmárbyggðar ehf., kt. 551106-0390, óskar eftir breytingum á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8 og 10-12 við Austurbrú. Umbeðnar breytingar snúast um fjölda og gerð íbúða og bílastæði auk annarra þátta.
Hönnuður deiliskipulagsins, Árni Ólafsson, sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsnefnd felur varaformanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingum á lóðunum 2-12 við Austurbrú þar sem tekið er tillit til umbeðinna breytinga en þó þannig að meginmarkmið skipulagsins haldi. Tillagan verði síðan lögð fyrir skipulagsnefnd til umfjöllunar.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista fór af fundi kl. 11:15.

Skipulagsnefnd - 204. fundur - 27.05.2015

Umsækjandi lóðanna nr. 2-4, 6-8 og 10-12 við Austurbrú, Varmárbyggð ehf. kt. 551106-0390, hefur fallið frá áformum um að byggja á svæðinu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að auglýsa lóðirnar að nýju.