Þingvallastræti 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090157

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 188. fundur - 24.09.2014

Erindi dagsett 16. september 2014 þar sem Sigurður Bárðarson f.h. Þingvallastrætis 18 húsfélags, kt. 710585-8739, óskar eftir leyfi til að fjölga íbúðum hússins Þingvallastrætis 18 úr tveimur í þrjár og breyta bílastæðum við húsið þannig að ekið sé inn frá Þórunnarstræti og út á Þingvallastræti ásamt breytingum á útliti hússins. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir umbeðna breytingu á bílastæðum.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á umbeðna breytingu á inn- og útkeyrslu af lóðinni en tekur jákvætt í aðrar breytingar. Erindinu er vísað í vinnslu deiliskipulags svæðisins sem stendur yfir.

Skipulagsnefnd - 189. fundur - 15.10.2014

Erindi dagsett 6. október 2014 þar sem Sigurður Bárðarson, f.h. Þingvallastræti 18, húsfélag kt. 710585-8739, óskar eftir rökstuðningi með niðurstöðu skipulagsnefndar vegna höfnunar beiðni um útafkeyrslu af lóðinni inná Þingvallastræti.

Þingvallastræti 18 stendur við ein stærstu gatnamót bæjarins þar sem bæði akandi og gangandi umferð er mikil. Umferðaröryggissjónarmið vógu því þungt við ákvörðun skipulagsnefndar um að hafna beiðni um útafkeyrslu af lóðinni inn á Þingvallastræti. Einnig skal þess getið að útafkeyrslan yrði staðsett mjög nálægt gatnamótunum en á álagstímum verður til uppsöfnun bíla sem eru á leið til vesturs. Því eru ekki taldar forsendur til að breyta fyrri ákvörðun skipulagsnefndar frá 24. september 2014.