Skipulagsnefnd

180. fundur 28. maí 2014 kl. 08:15 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi kl. 08:15 til að sitja fund í bæjarráði.

1.Umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar

Málsnúmer 2014020104Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 11. desember 2013, að setja í gang ráðgjafarvinnu þar sem aðgengis- og umferðaröryggismál við grunnskóla Akureyrar yrðu skoðuð með úrbætur í huga.
Verkfræðistofan EFLA á Akureyri hefur nú unnið skýrslu með þarfagreiningu á stöðu aðgengis- og umferðaröryggismála við grunnskólana. Starfsmenn EFLU þau Margrét Silja Þorkelsdóttir og Kristinn Magnússon kynntu greininguna.

Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum EFLU fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna tillögur um úrbætur á aðgengis- og umferðaröryggismálum við grunnskóla Akureyrar sem síðar verði lagðar fyrir nefndina. Einnig er lagt til að þarfagreiningin verði kynnt tengiliðum grunnskólanna. 

Sigurður Guðmundsson A-lista kom aftur á fundinn kl. 09:03.

2.VMA, Hringteigur 2 - deiliskipulag

Málsnúmer 2012121230Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 16. janúar 2013 að vinna tillögu að deiliskipulagi lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri í samráði við forsvarsmenn VMA.
Skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag VMA voru auglýstar 13. mars - 27. mars 2013 og á ný 19. mars - 2. apríl 2014.
Ein umsögn barst frá Skipulagsstofnun sem ekki gerir athugasemdir við lýsingarnar.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi vegna lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri, unna af Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Deiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti og í greinargerð dagsettri 28. maí 2014.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Naustahverfi - Jaðarstún 2 og 4, umsókn um dsk. breytingu

Málsnúmer 2014050130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 520809-0580, sækir um deiliskipulagsbreytingu þannig að hægt verði að byggja bílgeymslur við Jaðarstún 2 og 4 og við suðurenda götunnar.

Í skilmálum deiliskipulagsins er ekki gert ráð fyrir bílgeymslum við fjölbýlishúsin en sérstaklega er tekið fram að við parhús sé heimilt að hafa innbyggðar bílgeymslur. Með því að heimila bílgeymslur í suðurenda Jaðarstúns mun umferðarflæði í þessum enda götunnar verða til mikilla vandræða, auk þess munu bílgeymslurnar rýra aðkomu að Jaðarstúni 1 og 2 vegna nálægðar.

Skipulagsnefnd hafnar því erindinu.

4.Krókeyrarnöf 11 - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014020167Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 28 í Naustahverfi, dagsetta 28. maí 2014 og unna af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf. Um er að ræða 30m² stækkun á byggingarmagni og minniháttar stækkun á ytri og innri byggingarreit.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Stekkjargerði 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sigursteins Ingvarssonar og Ingu Völu Magnúsdóttur sækir um leyfi til þess að byggja þakrými ofan á bílageymslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Norðurtangi 5 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2014050162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2014 þar sem Kristinn Hreinsson f.h. Rafeyrar, kt. 430594-2229, sækir um stækkun á núverandi lóð við Norðurtanga 5 sem nemur lóðinni nr. 7 við Norðurtanga og þær sameinaðar.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem miðar að stækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga um allt að 2000m².

Skipulagsnefnd minnir á að sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma.

7.Kríunes landnr. 152113 - umsókn um skiptingu lóðar

Málsnúmer 2014050115Vakta málsnúmer

Erindi sent í tölvupósti dagsettum 28. febrúar 2014 frá Óskari Páli Óskarssyni þar sem hann f.h. Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459, óskar eftir að afmörkuð verði lóð undir byggingar einangrunarstöðvar fyrir nautgripi fastanúmer 215-6367 og 215-6369 og gefinn út lóðarsamningur um lóðina (sjá meðfylgjandi uppdrátt). Enginn lóðarsamningur er í gildi en til stendur að selja umræddar eignir.
Bæjarráð samþykkti á fundi 8. maí 2014 að afmörkuð skildi lóð um eignirnar en ákvörðun um forkaupsrétt á byggingunum yrði tekin þegar fyrir lægju tilboð eftir útboð.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsstjóra að útbúa afmörkun lóðarinnar í samræmi við innsenda tillögu og felur verkefnastjóra fasteignaskráningar að gefa út lóðarsamning sem síðar verði þinglýstur.

8.Míla ljósveita- framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014040229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. apríl 2014 frá Ingimar Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir framkvæmdaleyfi til uppbyggingar á ljósveitu Mílu á tveimur svæðum á Akureyri. Meðfylgjandi er kort af svæðunum sem um ræðir.
Árni Páll Jóhannsson L-lista bar upp vanhæfi sitt vegna þessa dagskrárliðar og var það samþykkt. Vék hann af fundi kl. 10:05.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau uppfylla reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt.
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánari skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar af framkvæmdadeild Akureyrar og afgreidd á afgreiðslufundi skipulagsstjóra.
- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og veitustofnanir bæjarins.
- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Árni Páll kom aftur á fundinn kl. 10:10.

9.Norðurgata - bílaumferð við vörulosun Hagkaupa

Málsnúmer 2014050048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2014, frá íbúum við Norðurgötu 53 og 60 varðandi ónæði frá bílaumferð við vörulosun Hagkaupa við Norðurgötu.
1) Óskað er eftir að bannað verði að leggja bílum í botnlanga Norðurgötu.
2) Óskað er eftir að aðkoma vöruflutningabifreiða verði skoðuð þar sem mikið ónæði er frá vörulosuninni m.a. vegna lengri opnunartíma verslunarinnar, því oft á tíðum bíða bílar í götunni þannig að íbúar eiga erfitt með að leggja bílum sínum.







Haft var samband við forsvarsmenn Hagkaupa sem munu bregðast við athugasemdunum með því að setja upp skilti sem banna bifreiðastöður söluaðila við suðurenda verslunarinnar og að öryggisvörður verslunarinnar sjái til þess að bílar sem bíði losunar loki ekki götunni fyrir eðlilegri umferð. Einnig er gert ráð fyrir að umferðarflæði bifreiða vegna vörulosunar verði frá vestri til austurs en ekki öfugt.

10.Hafnasamlag Norðurlands - ósk um bann við lagningu bíla við Kaldbaksgötu og Gránufélagsgötu

Málsnúmer 2012060072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2014 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands, þar sem óskað er eftir að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hinsvegar. Bannið verði tímabundið frá 1. júní til 15. september 2014 og gildi allan sólarhringinn.

Skipulagsnefnd samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu.

Skipulagsstjóra er falið að senda beiðni til Sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

11.Hafnasamlag Norðurlands - umferðarstýring á Strandgötu austan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2012060070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2014 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu. Þess er óskað að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og að sú takmörkun muni gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið 2014 og verði tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skipanna.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Skipulagsstjóra falið að auglýsa ákvörðunina.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. maí 2014. Lögð var fram fundargerð 492. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum.

Lagt fram til kynningar.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 22. maí 2014. Lögð var fram fundargerð 493. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Formaður skipulagsnefndar Akureyrarbæjar þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

Fundi slitið - kl. 11:00.