Kríunes landnr. 152113 - umsókn um skiptingu lóðar

Málsnúmer 2014050115

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 180. fundur - 28.05.2014

Erindi sent í tölvupósti dagsettum 28. febrúar 2014 frá Óskari Páli Óskarssyni þar sem hann f.h. Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459, óskar eftir að afmörkuð verði lóð undir byggingar einangrunarstöðvar fyrir nautgripi fastanúmer 215-6367 og 215-6369 og gefinn út lóðarsamningur um lóðina (sjá meðfylgjandi uppdrátt). Enginn lóðarsamningur er í gildi en til stendur að selja umræddar eignir.
Bæjarráð samþykkti á fundi 8. maí 2014 að afmörkuð skildi lóð um eignirnar en ákvörðun um forkaupsrétt á byggingunum yrði tekin þegar fyrir lægju tilboð eftir útboð.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsstjóra að útbúa afmörkun lóðarinnar í samræmi við innsenda tillögu og felur verkefnastjóra fasteignaskráningar að gefa út lóðarsamning sem síðar verði þinglýstur.

Bæjarráð - 3563. fundur - 03.08.2017

Erindi dags. 20. júlí 2017 þar sem tilkynnt er að Ríkiskaupum hafi borist kauptilboð í húsnæði ríkisins í Kríunesi við Lambhagaveg í Hrísey. Þar sem Akureyrarkaupstaður á forkaupsrétt að mannvirkjum ríkisins í Kríunesi er óskað eftir afstöðu bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt Akureyrarbæjar. Bæjarráð vill vekja athygli á því að umrætt svæði er skilgreint sem svæði fyrir opinberar stofnanir í gildandi aðalskipulagi fyrir Hrísey og skráð sem athafnasvæði í tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.