Naustahverfi - Jaðarstún 2 og 4, umsókn um dsk. breytingu

Málsnúmer 2014050130

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 180. fundur - 28.05.2014

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 520809-0580, sækir um deiliskipulagsbreytingu þannig að hægt verði að byggja bílgeymslur við Jaðarstún 2 og 4 og við suðurenda götunnar.

Í skilmálum deiliskipulagsins er ekki gert ráð fyrir bílgeymslum við fjölbýlishúsin en sérstaklega er tekið fram að við parhús sé heimilt að hafa innbyggðar bílgeymslur. Með því að heimila bílgeymslur í suðurenda Jaðarstúns mun umferðarflæði í þessum enda götunnar verða til mikilla vandræða, auk þess munu bílgeymslurnar rýra aðkomu að Jaðarstúni 1 og 2 vegna nálægðar.

Skipulagsnefnd hafnar því erindinu.