Umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar

Málsnúmer 2014020104

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 180. fundur - 28.05.2014

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 11. desember 2013, að setja í gang ráðgjafarvinnu þar sem aðgengis- og umferðaröryggismál við grunnskóla Akureyrar yrðu skoðuð með úrbætur í huga.
Verkfræðistofan EFLA á Akureyri hefur nú unnið skýrslu með þarfagreiningu á stöðu aðgengis- og umferðaröryggismála við grunnskólana. Starfsmenn EFLU þau Margrét Silja Þorkelsdóttir og Kristinn Magnússon kynntu greininguna.

Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum EFLU fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna tillögur um úrbætur á aðgengis- og umferðaröryggismálum við grunnskóla Akureyrar sem síðar verði lagðar fyrir nefndina. Einnig er lagt til að þarfagreiningin verði kynnt tengiliðum grunnskólanna. 

Skólanefnd - 18. fundur - 13.10.2014

Anna Rósa Halldórsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna mætti á fundinn kl. 15:30.
Með tölvupósti dagsettum 7. október 2014, óskar skipulagsstjóri Akureyrarbæjar eftir umsögn skólanefndar um skýrslu með þarfagreiningu um aðgengis- og umferðaröryggismál við grunnskóla Akureyrar sem verkfræðistofan EFLA á Akureyri hefur unnið.
Starfsmaður EFLU, Margrét Silja Þorkelsdóttir ásamt Pétri Bolla Jóhannessyni skipulagsstjóra mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu þarfagreininguna.

Skólanefnd þakkar Margréti Silju og Pétri Bolla fyrir kynninguna.

Skólanefnd felur fræðslustjóra og leikskólafulltrúa að vinna umsögn um skýrsluna í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Skoðun á umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Verkfræðistofan EFLA á Akureyri skilaði skýrslu, dagettri 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015. Kristinn Magnússon og Rúna Ásmundsdóttir fulltrúar Eflu mættu á fundinn og kynntu skýrsluna.
Skipulagsnefnd þakkar Kristni og Rúnu fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna tillögur um úrbætur á aðgengis- og umferðaröryggismálum við grunnskóla Akureyrar sem síðar verði lagðar fyrir nefndina.