Hringteigur 2, VMA - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2012121230

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Erindi dagsett 13. desember 2012 frá Hjalta Jóni Sveinssyni þar sem hann f.h. Verkmenntaskólans á Akureyri, kt. 531083-0759, óskar eftir að gert verði deiliskipulag af lóð skólans við Hringteig 2 vegna mögulegrar stækkunar hans.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að deiliskipulagi lóðar VMA og næsta nágrennis í samráði við forsvarsmenn VMA.

Skipulagsnefnd - 153. fundur - 27.02.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri. Tillagan er dagsett 22. febrúar 2013 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn - 3336. fundur - 05.03.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. febrúar 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri. Tillagan er dags. 22. febrúar 2013 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 174. fundur - 12.03.2014

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags VMA var auglýst frá 13. mars til 2. apríl 2013. Ein umsögn barst frá Skipulagsstofnun dagsett 27. mars 2013 en ekki var gerð athugasemd við lýsinguna.
Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem umfang og þörf skólahúsnæðis á lóðinni er meira en fyrri lýsing gerði ráð fyrir.
Skipulagslýsingin er dagsett 20. febrúar 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. og kom hann á fundinn og kynnti hana.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn - 3352. fundur - 18.03.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2014:
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags VMA var auglýst frá 13. mars til 2. apríl 2013. Ein umsögn barst frá Skipulagsstofnun dags. 27. mars 2013 en ekki var gerð athugasemd við lýsinguna.
Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem umfang og þörf skólahúsnæðis á lóðinni er meira en fyrri lýsing gerði ráð fyrir.
Skipulagslýsingin er dags. 20. febrúar 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf og kom hann á fundinn og kynnti hana.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 180. fundur - 28.05.2014

Sigurður Guðmundsson A-lista kom aftur á fundinn kl. 09:03.
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 16. janúar 2013 að vinna tillögu að deiliskipulagi lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri í samráði við forsvarsmenn VMA.
Skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag VMA voru auglýstar 13. mars - 27. mars 2013 og á ný 19. mars - 2. apríl 2014.
Ein umsögn barst frá Skipulagsstofnun sem ekki gerir athugasemdir við lýsingarnar.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi vegna lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri, unna af Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Deiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti og í greinargerð dagsettri 28. maí 2014.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3357. fundur - 18.06.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. maí 2014:
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 16. janúar 2013 að vinna tillögu að deiliskipulagi lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri í samráði við forsvarsmenn VMA.
Skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag VMA voru auglýstar 13. mars - 27. mars 2013 og á ný 19. mars - 2. apríl 2014.
Ein umsögn barst frá Skipulagsstofnun sem ekki gerir athugasemdir við lýsingarnar.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi vegna lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri, unna af Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Deiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti og í greinargerð dagsettri 28. maí 2014.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 185. fundur - 20.08.2014

Skipulagstillagan var auglýst frá 25. júní með athugasemdafresti til 6. ágúst 2014. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Umsögn Norðurorku barst 13. ágúst 2014 og eru engar athugasemdir gerðar.
Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Edward H. Huijbens V-lista mætti kl. 8:10

Bæjarráð - 3425. fundur - 28.08.2014

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 20. ágúst 2014:
Skipulagstillagan var auglýst frá 25. júní með athugasemdafresti til 6. ágúst 2014. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Umsögn Norðurorku barst 13. ágúst 2014 og eru engar athugasemdir gerðar.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.