Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu

Málsnúmer 2014040229

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Erindi dagsett 28. apríl 2014 frá Ingimar Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir framkvæmdaleyfi til uppbyggingar á ljósveitu Mílu á tveimur svæðum á Akureyri. Meðfylgjandi er kort af svæðunum sem um ræðir.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

Skipulagsnefnd - 180. fundur - 28.05.2014

Erindi dagsett 28. apríl 2014 frá Ingimar Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir framkvæmdaleyfi til uppbyggingar á ljósveitu Mílu á tveimur svæðum á Akureyri. Meðfylgjandi er kort af svæðunum sem um ræðir.
Árni Páll Jóhannsson L-lista bar upp vanhæfi sitt vegna þessa dagskrárliðar og var það samþykkt. Vék hann af fundi kl. 10:05.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau uppfylla reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt.
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánari skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar af framkvæmdadeild Akureyrar og afgreidd á afgreiðslufundi skipulagsstjóra.
- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og veitustofnanir bæjarins.
- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Árni Páll kom aftur á fundinn kl. 10:10.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 501. fundur - 17.07.2014

Tvö erindi dagsett 8. og 15. júlí 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014. Um er að ræða framkvæmdir við Bugðusíðu, Smárahíð - Hlíðarbraut, Borgarhlíð - Hlíðarbraut, Merkigil - Skriðugil, Vörðugil - Skútagil, Tröllagil, Drekagil, Snægil, Kiðagil, Dvergagil, Huldugil og Merkigil samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 504. fundur - 14.08.2014

Tvö erindi dagsett 16. júlí. 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningum við:
1) Skógar- og Furulund, áfangi 1 - svæði 1 og 1B.
2) Eikarlund, áfangi 1 - svæði 2.
3) Þingvallastræti áfangi 1 - svæði 3, 4 og 5.
4) Þingvallastræti, Grundar- og Dalsgerði áfangi 1 - svæði 3, 4 og 5.
Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Skipulagsstjóra samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágaig í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 509. fundur - 18.09.2014

Erindi dagsett 11. september 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir við:
Áfangi 2 svæði 1-3 Akurgerði, Hamragerði, Stekkjagerði og Kotárgerði.
Áfangi 2 svæði 4-8 Mýrarvegur, Engimýri, Víðimýri, Langamýri, Kambsmýri, Kringlumýri, Hrafnabjörg, Grænamýri, Rauðamýri, Byggðavegur, Þórunnarstræti, Þingvallastræti.
Áfangi 2 svæði 9-11 Norðurbyggð, Víðilundur.
Sjá meðfylgjandi teikningar.
Framkvæmdin miðast aðallega við ídrátt í fyrirliggjandi rör en auk þess verða settir niður nýjir brunnar og skápar einnig grafnar staðbundnar holur til breytinga á kerfi.
Rafmenn hafa umsjón með framkvæmdum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Skipulagsstjóra samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 514. fundur - 23.10.2014

Tvö erindi dagsett 6. október 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningum við:
1) GLER Áfangi 2 svæði 1-2 Akursíðu og Lindasíðu.
2) GLER Áfangi 2 svæði 3-4 Múlasíðu og Melasíðu.
3) GLER Áfangi 2 svæði 4- Bugðusíðu og Keilusíðu.
4) GLER Áfangi 2 svæði 5- Smárahlíð.
Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 517. fundur - 13.11.2014

Tvö erindi dagsett 15. október 2014 og 11. nóvember 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningum við:
- GLER Áfangi 3 svæði 1 Vestursíða.
- GLER Áfangi 3 svæði 2 Vestursíða, Brattasíða, Borgarsíða.
- GLER Áfangi 3 svæði 3 Vestursíða, Bæjarsíða, Móasíða, Möðrusíða.
- GLER Áfangi 4 svæði 1 Teigasíða, Tungusíða, Ekrusíða.
- GLER Áfangi 4 svæði 2 Núpasíða, Tungusíða.
- GLER Áfangi 4 svæði 3 Fosshlíð, Skarðshlíð.
- GLER Áfangi 4 svæði 1 Bakkahlíð 35, Fosshlíð.
- GLER Áfangi 4 svæði 2 Tungusíða 5.
- GLER Áfangi 4 svæði 3 Tungusíða 13, Núpasíða og Stapasíða.
- GLER Áfangi 4 svæði 4 Stapasíða 16.
- GLER Áfangi 4 svæði 5 Arnarsíða 4d, Bugðusíða og Teigasíða.
Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 518. fundur - 20.11.2014

Erindi dagsett 18. nóvember 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningum við:
1) GLER Áfangi 5 svæði 1 Austursíða.
2) AKUR áfangi 3 svæði 1 Einilundur - Birkilundur.
3) AKUR áfangi 3 svæði 2 Vanabyggð.
4) AKUR áfangi 3 svæði 3 Skógarlundur.
5) AKUR áfangi 3 svæði 4 Heiðarlundur.
6) AKUR áfangi 3 svæði 5 Hjallalundur.
7) AKUR áfangi 3 svæði 6 Reynilundur - Grenilundur.
8) AKUR áfangi 3 svæði 7 Lerkilundur - Grenilundur.
Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.