Krókeyrarnöf 11 - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014020167

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 173. fundur - 26.02.2014

Erindi dagsett 21. febrúar 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Jósefínu Hörpu Zophoníasdóttur sækir um tvær breytingar á núgildandi deiliskipulagi lóðar nr. 11 við Krókeyrarnöf.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 180. fundur - 28.05.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 28 í Naustahverfi, dagsetta 28. maí 2014 og unna af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf. Um er að ræða 30m² stækkun á byggingarmagni og minniháttar stækkun á ytri og innri byggingarreit.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3357. fundur - 18.06.2014

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. maí 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 28 í Naustahverfi, dagsetta 28. maí 2014 og unna af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf. Um er að ræða 30m² stækkun á byggingarmagni og minniháttar stækkun á ytri og innri byggingarreit.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðs vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 183. fundur - 09.07.2014

Erindið var grenndarkynnt 24. júní 2014 og lauk 1. júlí 2014 þar sem allir þeir sem grenndarkynninguna fengu skiluðu samþykki sínu fyrir breytingunni.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.