Sandgerðisbót - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2013110167

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 20. nóvember 2013 þar sem Bjarni Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna viðbyggingar á lóð nr. 19 við Óseyri í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 28. apríl 2010. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur frá Arkitektur.is dagsettur 25. nóvember 2013.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3347. fundur - 03.12.2013

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. nóvember 2013:
Erindi dags. 20. nóvember 2013 þar sem Bjarni Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna viðbyggingar á lóð nr. 19 við Óseyri í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 28. apríl 2010. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur frá Arkitektur.is dags. 25. nóvember 2013.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista sat hjá við afgreiðslu.

Tryggvi Þór Gunnarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Oddur Helgi Halldórsson L-lista lagði fram tillögu um að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 169. fundur - 11.12.2013

Bæjarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar í framhaldi af gildistöku nýrra laga um minjavernd þar sem húsið við Óseyri 19 er yfir 100 ára gamalt og því friðað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um fyrirhugaða viðbyggingu við Óseyri 19 þar sem húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Erindi dagsett 20. nóvember 2013 þar sem Bjarni Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 19 við Óseyri. Meðfylgjandi er teikningar.
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um fyrirhugaða viðbyggingu við Óseyri 19 þar sem húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Innkomið bréf frá Minjastofnun dagsett 15. janúar 2014 þar sem stofnunin telur að húsið við Óseyri 19 muni njóta sín betur án svo umfangsmikillar viðbyggingar. Stofnunin mælist til að deiliskipulagstillagan verði endurskoðuð með eftirfarandi atriði í huga: a) meginform húsanna verði aðgreind með tengibyggingu, b) viðbygging verði lækkuð og form hennar lagað betur að mælikvarða gamla hússins og c) viðbygging verði afturkræf.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og heimilar skipulagsstjóra í samráði við umsækjanda að leggja fram breytta deiliskipulagsbreytingartillögu þar sem tekið verði tillit til athugasemda Minjastofnunar Íslands.

Skipulagsnefnd - 175. fundur - 26.03.2014

Erindi dagsett 20. nóvember 2013 þar sem Bjarni Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 19 við Óseyri.
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um fyrirhugaða viðbyggingu við Óseyri 19 þar sem húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Innkomið bréf frá Minjastofnun dagsett 15. janúar 2014 þar sem stofnunin telur að húsið við Óseyri 19 muni njóta sín betur án svo umfangsmikillar viðbyggingar.
Tekið fyrir að nýju þar sem skipulagsstjóri lagði fram tillögu um lausn sem tæki mið af athugasemdum Minjastofnunar.

Skipulagsstjóra er falið að vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem tæki mið af leið 1 í meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar, dagsetta 14. maí 2014 sem tekur mið af athugasemdum Minjastofnunar. Tillagan er unnin af Gísli Kristinssyni frá Arkitektur.is.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn - 3356. fundur - 20.05.2014

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar, dags. 14. maí 2014 sem tekur mið af athugasemdum Minjastofnunar. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni frá Arkitektur.is.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Tryggvi Þór Gunnarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Víðir Benediktsson L-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 182. fundur - 25.06.2014

Borin var upp tillaga um að setja neðangreint mál á dagskrá sem var samþykkt.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar, dagsett 14. maí 2014 var grenndarkynnt frá 22. maí til 18. júní 2014. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.