Mýrarvegur - biðskylda á Kambsmýri

Málsnúmer 2013110269

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 169. fundur - 11.12.2013

Skúli Flosason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. nóvember 2013.
Hann telur eðlilegt að sett verði biðskylda á Kambsmýri líkt og er á öðrum götum að Mýrarvegi.

Kambsmýri er skilgreind sem safngata þar sem hún mætir Mýrarvegi og telur því skipulagsnefnd út frá forsendum um umferðaröryggi og umferðarmagn ekki ráðlegt að setja biðskyldu á Kambsmýri gangvart Mýrarvegi.