Glerárdalur virkjun - skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulagbreytinga

Málsnúmer 2013110018

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 169. fundur - 11.12.2013

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna virkjunaráforma á Glerárdal og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi ofan Rangárvallarbrúar.
Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn - 3348. fundur - 17.12.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. desember 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna virkjunaráforma á Glerárdal og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi ofan Rangárvallarbrúar.
Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfisnefnd - 89. fundur - 14.01.2014

Tekið fyrir erindi dags. 16. desember 2013 frá skipulagsnefnd þar sem óskað er umsagnar á skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðrar virkjunar á Glerárdal, Akureyri.

Jón Ingi Cæsarsson fulltrúi S- lista óskar að bóka eftirfarandi:

Að fella út einn merkasta stað í bæjarlandi Akureyrar af náttúruminjaskrá ber vott um skammsýni og sorglegt skilningsleysi á framtíð náttúruverndar. Þar er ekki verið að þjóna framtíðarhagsmunum íbúa á Akureyri heldur er eingöngu verið að hugsa um skammtímasjónarmið orkufyrirtækis. Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Engar fullnægjandi rannsóknir hafa farið fram á jarðfræði svæðisins þar sem fyrirhugað lón er staðsett í þessari áætlun. Jafnframt hafa engar rennslisrannsóknir farið fram á Glerá á þessu svæði og þekkt eru krapahlaup sem hafa tekið af göngubrýr.

Að mínu mati verður því að gera vandaðar rannsóknir á þessu svæði og að mínu mati stenst sú skoðun sem Fallorka lét vinna engan veginn þær kröfur sem verður að gera til slíkra rannsókna enda hagsmunaaðili og eigandi þessara væntanlegu mannvirkja.

Það verður því að láta vinna þarna fullkomið umhverfismat enda verið að safna saman verulegu vatnsmagni sem á greiða leið beint inn í íbúðahverfi Akureyrar verði þarna óhapp eða mistök eins og hefur gerst hér við Eyjafjörð í svipuðum framkvæmdum.

Hulda Stefánsdóttir og Ómar Ólafsson fulltrúar L- lista og Kristinn Frímann Árnason fulltrúi D- lista óska að bóka eftirfarandi:

Við gerum ekki athugasemd við lýsinguna en óskum jafnframt eftir að fá að fylgjast með áframhaldandi vinnu við verkefnið.

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulags á Glerárdal var auglýst frá 18. desember 2013. Beiðnir um umsagnir voru sendar til Vegagerðarinnar, Norðurorku, Minjastofnunar Íslands, umhverfisnefndar Akureyrar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.
Fjórar umsagnir bárust:
1) Norðurorka dagsett 2. janúar 2014, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.
2) Skipulagsstofnun dagsett 2. janúar 2013, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna eða áherslur er koma fram í umhverfismati tillögunnar.
3) Vegagerðin dagsett 7. janúar 2014, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.
4) Umhverfisstofnun dagsett 14. janúar 2014.
a) Stofnunin telur að koma þurfi fram hvaða áhrif stífla og lón mun hafa áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja svæðið.
b) Koma þarf fram í tillögu um aðalskipulagsbreytingar umfang pípunnar og áhrif hennar á umhverfið.
c) Bent er á að umhverfis- og auðlindaráðherra sjái um breytingar á afmörkun svæðis á Náttúruminjaskrá en ekki sveitarfélög.
d) Tilgreina þarf í deiliskipulagstillögu ástæður þess hvers vegna svo mikið rými er tekið frá af útivistarrými fyrir framkvæmdirnar sem og hvort önnur starfsemi sé áætluð í Réttarhvammi.

Svör við umsögnum við lýsingu:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Gefur ekki tilefni til svars.

4) a) Gert er ráð fyrir skipulögðum gönguleiðum umhverfis virkjunarsvæðið, stífluna og lónið. Umfang lónsins er uþb. 1 ha og má því ætla að td. fuglalíf geti þrifist þar, sem ýtir enn frekar undir jákvæða upplifun ferðamanna á umhverfi svæðisins.  

b) Ekki er þörf á að gera grein fyrir umfangi fallpípu í aðalskipulagi en þær upplýsingar munu verða tiltækar í deiliskipulagstillögu.

c) Fallið er frá því að breyta afmörkun svæðis 508 á náttúruminjaskrá en gert er ráð fyrir að breyting verði gerð á skilmálum aðalskipulags, þannig að mannvirkjagerð verði heimil á svæðinu við Réttarhvamm vegna byggingar stöðvarhúss.

d) Skipulagsnefnd telur eðilegt að nánasta umhverfi virkjunarsvæðisins verði deiliskipulagt með það í huga að aðgengi íbúa að svæðinu verði tryggt og að öruggt verði að fara um svæðið. Einnig var ákveðið að deiliskipuleggja nærsvæði fyrirhugaðs virkjunarhúss en því svæði hefur nú þegar verið raskað og er að mestu utan afmörkunar svæðis 508.

Að öðru leyti er umsögnum vísað í vinnslu aðal- og deiliskipulags Glerárdals.