Miðbær Akureyrar, deiliskipulag norðurhluta - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Glerárgötu 3, 5 og 7

Málsnúmer 2013090038

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 164. fundur - 11.09.2013

Erindi dagsett 4. september 2013 frá Viðari Marinóssyni þar sem hann f.h. Meltuvinnslunnar ehf., kt. 571297-3029, sækir um eftirfarandi:
1. Úthlutun á lóð nr. 3 við Glerárgötu.
2. Að lóðir nr. 3 og 5 við Glerárgötu verði sameinaðar í eina lóð.
3. Leyfi til að byggja íbúðarhótel á þeim lóðum.
4. Breyta notkun Glerárgötu 7 í hótel ásamt stækkun á húsinu.
5. Breytingu á deiliskipulagi þ.e. að auka leyfilegt byggingarmagn á lóðunum.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við starfshóp um miðbæjarskipulag og skipulagsstjóra. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd frestar beiðni um úthlutun lóðarinnar nr. 3 við Glerárgötu.

Skipulagsnefnd - 169. fundur - 11.12.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar.
Deiliskipulagstillagan ásamt húsakönnun er unnin af Landslagi ehf. og dagsett 6. desember 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir að bætt verði við skipulagsskilmálana texta um að skipulagsnefnd áskilji sér rétt til að taka afstöðu til útlits og efnisvals hússins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3348. fundur - 17.12.2013

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. desember 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar.
Deiliskipulagstillagan ásamt húsakönnun er unnin af Landslagi ehf og dags. 6. desember 2013.
Skipulagsnefnd samþykkir að bætt verði við skipulagsskilmálana texta um að skipulagsnefnd áskilji sér rétt til að taka afstöðu til útlits og efnisvals hússins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 174. fundur - 12.03.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar sem auglýst var frá 8. janúar til 19. febrúar 2014.
Deiliskipulagstillagan ásamt húsakönnun var unnin af Landslagi ehf. og dagsett 6. desember 2013.
Ein athugasemd barst frá Hagsmíði ehf. dagsett 10. febrúar 2014.
Hagsmíði bendir á að samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að sá hluti lóðar Glerárgötu 3, sem tilheyri fyrirtækinu, verði notaður undir fyrirhugaðar framkvæmdir á "Sjallareit". Umræddur lóðarskiki er hluti af lóð Glerárgötu 3b sem tilheyrir Hagsmíði ehf. samkvæmt þinglýstu afsali dagsettu 1. febrúar 1988. Einnig er bent á að fyrirtækið hefur samkvæmt sama afsali umferðarrétt á hluta lóðarinnar.

Svar við athugasemd:
Samkvæmt minnisblaði bæjarlögmanns dagsettu 26. febrúar 2014 aflaði lóðarhafi Glerárgötu 3b ekki samþykkis allra eigenda lóðarinnar Glerárgötu 3 þegar lóðarhlutanum var afsalað. Lóðarhafi Glerárgötu 3b hefur ekki haldið réttindum sínum frá 1988 til haga gagnvart skipulagsyfirvöldum, hvorki við þinglýsingu afsalsins né við gerð deiliskipulags 1996 og verður því að telja að umrædd breyting á lóðarmörkum, sem getið er í afsalinu, geti ekki leitt til þess að hann eigi tilkall til hluta lóðarinnar að Glerárgötu 3.
Skipulagsnefnd getur því ekki fallist á að hluti lóðarinnar Glerárgötu 3 sé hluti lóðar Glerárgötu 3b.
Tekið skal fram að á deiliskipulagsuppdrætti er skilgreindur umferðarréttur um lóð Glerárgötu 3 að lóð Glerárgötu 3b.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3352. fundur - 18.03.2014

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar sem auglýst var frá 8. janúar til 19. febrúar 2014.
Deiliskipulagstillagan ásamt húsakönnun var unnin af Landslagi ehf og dags. 6. desember 2013.
Ein athugasemd barst frá Hagsmíði ehf dags. 10. febrúar 2014.
Hagsmíði bendir á að samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að sá hluti lóðar Glerárgötu 3, sem tilheyri fyrirtækinu, verði notaður undir fyrirhugaðar framkvæmdir á "Sjallareit". Umræddur lóðarskiki er hluti af lóð Glerárgötu 3b sem tilheyrir Hagsmíði ehf samkvæmt þinglýstu afsali dags. 1. febrúar 1988. Einnig er bent á að fyrirtækið hefur samkvæmt sama afsali umferðarrétt á hluta lóðarinnar.
Svar við athugasemd:
Samkvæmt minnisblaði bæjarlögmanns dags. 26. febrúar 2014 aflaði lóðarhafi Glerárgötu 3b ekki samþykkis allra eigenda lóðarinnar Glerárgötu 3 þegar lóðarhlutanum var afsalað. Lóðarhafi Glerárgötu 3b hefur ekki haldið réttindum sínum frá 1988 til haga gagnvart skipulagsyfirvöldum, hvorki við þinglýsingu afsalsins né við gerð deiliskipulags 1996 og verður því að telja að umrædd breyting á lóðarmörkum, sem getið er í afsalinu, geti ekki leitt til þess að hann eigi tilkall til hluta lóðarinnar að Glerárgötu 3.
Skipulagsnefnd getur því ekki fallist á að hluti lóðarinnar Glerárgötu 3 sé hluti lóðar Glerárgötu 3b.
Tekið skal fram að á deiliskipulagsuppdrætti er skilgreindur umferðarréttur um lóð Glerárgötu 3 að lóð Glerárgötu 3b.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins.

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sátu hjá við afgreiðslu.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.