Lyngholt 7 - fyrirspurn um stækkun á byggingarreit

Málsnúmer 2013110221

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 169. fundur - 11.12.2013

Erindi dagsett 25. nóvember 2013 þar sem Sigurður Sigþórsson leggur fram fyrirspurn um stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr við hús nr. 7 við Lyngholt. Meðfylgjandi er tillaga umsækjanda að stækkun byggingareits.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt tillöguteikningu af bílgeymslunni.
Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Erindi dagsett 25. nóvember 2013 þar sem Sigurður Sigþórsson óskar eftir stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr við hús nr. 7 við Lyngholt. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 11. desember 2013 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt tillöguteikningu af bílgeymslunni.
Tillagan er dagsett 15. janúar 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3349. fundur - 21.01.2014

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. janúar 2014:
Erindi dags. 25. nóvember 2013 þar sem Sigurður Sigþórsson óskar eftir stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr við hús nr. 7 við Lyngholt. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 11. desember 2013 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt tillöguteikningu af bílgeymslunni.
Tillagan er dags. 15. janúar 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 173. fundur - 26.02.2014

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 11. desember 2013 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt tillöguteikningu af bílgeymslunni. Tillagan er dagsett 15. janúar 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 27. janúar til 24. febrúar 2014. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.