Borgargil 1 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2013120025

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 169. fundur - 11.12.2013

Erindi dagsett 3. desember 2013 þar sem Guðni Helgason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Borgargils 1.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Borgargils 1 f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, unna af Form ehf. og dagsetta 2. janúar 2014.

Einungis er um að ræða breytingu á lóðarstærð og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3349. fundur - 21.01.2014

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Borgargils 1 f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, unna af Formi ehf og dags. 2. janúar 2014.
Einungis er um að ræða breytingu á lóðarstærð og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.