Norðurgata 5-7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013090050

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 164. fundur - 11.09.2013

Erindi dagsett 6. september 2013 þar sem Ösp sf, trésmiðja, kt. 590279-0219, sækir um lóð nr. 5-7 við Norðurgötu. Meðfylgjandi er staðfesting frá Landsbankanum.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 498. fundur - 25.06.2014

Erindi dagsett 18. júní 2014 þar sem Heiðar Rögnvaldsson f.h. Trésmiðjunnar Aspar sf, kt. 590279-0219, óskar eftir því að skila lóð nr. 5 við Norðurgötu og fá endurgreidd lóðargjöld.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Gatnagerðargjald er endurgreitt í samræmi við 9. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda. Umsækjandi skal hafa samband við fjárreiðudeild Akureyrarkaupstaðar vegna endurgreiðslunnar.