Klukkustæði - tillögur 2013

Málsnúmer 2013090034

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 272. fundur - 06.09.2013

Tillögur að nýjum klukkustæðum lagðar fram til umsagnar.

Framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi tillögur:

Að þremur bílastæðum fyrir framan Hafnastræti 11 verði breytt í 2ja klst. stæði.

Að ellefu bílastæðum við Strandgötu 49 verði breytt í 2ja klst. stæði og sex bílastæðum við Geislagötu 9 sunnan við Ráðhúsið verði breytt í 2ja klst. stæði.

Framkvæmdaráð vísar tillögunum til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 164. fundur - 11.09.2013

Framkvæmdaráð samþykkti 6. september s.l. að vísa til skipulagsnefndar tillögu um að þremur bílastæðum fyrir framan Hafnastræti 11 verði breytt í 2ja klst. stæði og að ellefu bílastæðum við Strandgötu 49 verði breytt í 2ja klst. stæði og sex bílastæðum við Geislagötu 9 sunnan við Ráðhúsið verði breytt í 2ja klst. stæði.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

Skipulagsnefnd - 165. fundur - 09.10.2013

Skipulagsnefnd samþykkti 11. september 2013 tillögu framkvæmdaráðs um að þremur bílastæðum fyrir framan Hafnastræti 11 verði breytt í 2ja klst. stæði. Borist hefur athugasemd frá Antoni Ólafssyni vegna breytingarinnar en hann er ósáttur við að geta ekki lagt bílum sínum í stæðin fyrir framan Laxdalshús.

Skipulagsnefnd bendir á að Laxdalshús er elsta hús Akureyrar og því mikilvægt að ásýnd þess og umhverfi sé til fyrirmyndar. Bent skal á að austan Hafnarstrætis við Búðarfjöru eru almenn bílastæði sem nýta má án tímatakmarkana.