Austursíða athafnasvæði - umsókn um breytingu á skipulagi Austursíðu 2

Málsnúmer 2013090041

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 164. fundur - 11.09.2013

Erindi dagsett 5. ágúst 2013 en móttekið 9. september 2013 frá Einari Þorsteinssyni þar sem hann f.h. Reita I, kt. 510907-0940, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Austursíðu 2 þar sem um er að ræða breytingu á fyrirkomulagi bílastæða og umferðarleið innan lóðarinnar auk þess sem athafnasvæði fyrir þungaflutninga er aukið. Meðfylgjandi er tillaga vegna umbeðinna breytinga.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsstjóra. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um óverulega breytingu er að ræða á fyrirkomulagi bílastæða og akstursleiða innan lóðar.

Skipulagsnefnd - 167. fundur - 13.11.2013

Erindi dagsett 6. nóvember 2013 frá Ragnari A. Birgissyni frá TGH arkitektum þar sem hann f.h. Reita I, kt. 510907-0940, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Austursíðu 2.
Um er að ræða breytingu á fyrirkomulagi bílastæða, athafnasvæði fyrir þungaflutninga er aukið ásamt breytingu á umferðarleiðum innan lóðarinnar.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á fyrirkomulagi innra skipulags lóðarinnar við Austursíðu 2 og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3346. fundur - 19.11.2013

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. nóvember 2013:
Erindi dags. 6. nóvember 2013 frá Ragnari A. Birgissyni frá TGH arkitektum þar sem hann f.h. Reita I, kt. 510907-0940, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Austursíðu 2.
Um er að ræða breytingu á fyrirkomulagi bílastæða, athafnasvæði fyrir þungaflutninga er aukið ásamt breytingu á umferðarleiðum innan lóðarinnar.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á fyrirkomulagi innra skipulags lóðarinnar við Austursíðu 2 og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.