Álfabyggð 4 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2013070071

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 162. fundur - 14.08.2013

Erindi dagsett 16. júlí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Reglu Karmelsystra ahgh. Jesú, kt. 410601-3380, sendir inn fyrirspurn vegna stækkunar á húsi nr. 4 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 164. fundur - 11.09.2013

Erindi dagsett 16. júlí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Reglu Karmelsystra ahgh. jesús, kt. 410601-3380, sendir inn fyrirspurn vegna stækkunar á húsi nr. 4 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 167. fundur - 13.11.2013

Tillaga Loga Más Einarssonar frá Kollgátu f.h. Reglu Karmelsystra ahgh. jesús, kt. 410601-3380, vegna fyrirspurnar um stækkun á húsinu nr. 4 við Álfabyggð var grenndarkynnt frá 13. september til 11. október 2013.
Þar sem nágrannar höfðu óskað eftir skuggavarpsteikningum var grenndarkynningin framlengd til 30. október 2013.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Sóldís Stefánsdóttir, dagsett 18. september 2013.
Óskað er eftir upplýsingum um hverskonar starfsemi mun verða í viðbyggingunni og hvort viðbyggingin kalli á aukna umferð sem er mikil vegna þeirrar starfsemi sem nú þegar er í Álfabyggð 4.
2) Nikolai Gagunashvili dags. 17. október 2013.
a. Hann bendir á að mikið áreiti sé nú þegar vegna starfsemi daggæslu (10 börn) sem þar er til húsa. Ef gefið verði leyfi fyrir 100m2 viðbyggingu við húsið sem er 313m2 að stærð og búa einungis fjórar manneskjur í, má búast við að fjöldi barna aukist um helming eða í 20 með tilheyrandi hávaðaáreiti. Hann bendir á að starfsemi af þeirri stærðargráðu eigi ekki heima í íbúðabyggð.
b. Hann telur að aukin umferð muni verða í kjölfarið vegna daggæslu og sunnudagaskóla.
c. Skuggi muni falla á húsið hans og á garðrými.
d. Mikill hávaði muni verða á meðan byggingu stendur eða í um hálft ár.
e. Gæði íbúðar þeirra muni skerðast verulega og geti leitt til verðrýrnunar eignar vegna núverandi starfsemi dagsgæslu.

Ekki er tekið undir áhyggjur nágranna af hugsanlega aukinni starfsemi vegna daggæslu þar sem ekki er heimilt að vera með fleiri en tvö leyfi í heimahúsi eða samtals 10 börn samtímis samkvæmt  "Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum".

Skipulagsnefnd telur að viðbyggingin falli ekki vel að nærliggjandi byggð m.a. vegna mikils byggingarmagns, sem mun valda umtalsverðu skuggavarpi og hafnar því beiðni um aukið byggingarmagn á lóðinni.