Skipulagsnefnd

154. fundur 20. mars 2013 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Viðar Valdimarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut/Súluveg - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012110148Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 13. febrúar 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Þrjár umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dagsett 12. febrúar 2013.
2) Skipulagsstofnun, dagsett 21. febrúar 2013.
3) Umhverfisnefnd, dagsett 12. febrúar 2013 sem ekki gerði athugasemdir við lýsinguna.
Athugasemdum úr 1. og 2. lið var vísað til úrvinnslu aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulagsins.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dagsetta 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.







Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.





2.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting á reiðleiðum ofl. - skipulagslýsing

Málsnúmer SN080052Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir breytingu á reiðleiðum ofl., dagsetta 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi texta við b-lið 3. kafla: "Markmiðið er einnig að tryggja varðveislu ósnortinnar strandlengju innan marka sveitarfélagsins."
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin þannig breytt verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, íbúðasvæði vestan Kjarnagötu - skipulagslýsing

Málsnúmer 2013030090Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dagsetta 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna breytingar á hluta opins svæðis til sérstakra nota, 3.2.7 O, sem verði tekið undir íbúðarbyggð.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Edward H. Huijbens fulltrúi V lista og Sigurður Guðmundsson fulltrúi A lista mótmæla fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi þar sem þeir telja forgangsröðun framkvæmda ekki ásættanlega og að með þessu náist ekki markmið um þéttingu byggðar.

4.Framkvæmdaleyfi fyrir haug- og metangaslögn við Súluveg

Málsnúmer 2013030126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna hauggaslagnar frá sorphaugum á Glerárdal að hreinsistöð við Súluveg. Einnig er sótt um framkvæmdaleyfi vegna metangaslagnar meðfram Súluvegi frá hreinsistöð að afgreiðslustöð við Miðhúsabraut. Samhliða þessu er sótt um leyfi fyrir rafstreng og ljósleiðara í jörðu frá hitaveitutanki að dælustöð við Súluveg. Meðfylgjandi er loftmynd og gögn vegna málsins.

Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu 16. maí 2012 að lögn vegna hauggas- og metangasvinnslu á Glerárdal væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun samþykkti einnig í tölvupósti dagsettum 17. apríl 2012 að ekki þyrfti að breyta aðalskipulagi vegna lagningar gasleiðslunnar meðfram Súluvegi.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn um legu lagnarinnar og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Framkvæmdin skal unnin í nánu samstarfi við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar hvað varðar endanlegan yfirborðsfrágang vegna lagnar.

Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

5.Hesthúsahverfið í Breiðholti, deiliskipulagsbreyting vegna metanhreinsistöðvar

Málsnúmer 2013030087Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 31. október 2012 lagði skipulagsstjóri fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á hitaveitutankslóð Norðurorku við Súluveg vegna metanhreinsistöðvar.

Einungis er um að ræða breytingu á byggingarreit vegna staðsetningar tveggja gáma innan hitaveitutankslóðar Norðurorku við Súluveg vegna hreinsunar á metangasi og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

6.Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár, suðurhluti - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012121161Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 16. janúar 2013 lagði Jónas V. Karlesson f.h. Bústólpa ehf. fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á byggingarreit innan lóðar Bústólpa á Oddeyrartanga, svæði 19.5.
Tillagan er dagsett 18. mars 2013 og unnin af Verkís ehf.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Glerárdalur - vatnsaflsvirkjun Fallorku

Málsnúmer 2013030045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2013 frá Andra Teitssyni framkvæmdastjóra Fallorku, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær taki afstöðu til breytingar á aðal- og deiliskipulagi Glerárdals og hefji þá vinnu með það fyrir augum að Fallorku ehf. verði heimilað að reisa þar 3,3 MW vatnsaflsvirkjun samkvæmt "efri kosti".
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 14. mars 2013 og tók jákvætt í erindið en vísaði því að öðru leyti til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til vinnuhóps um vinnslu fólkvangs á Glerárdal og að unnin verði breyting á aðalskipulagi sem taki mið af hugmyndum um virkjun. Í framhaldinu verði skipulagsstjóra falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagi Glerárdals vegna fyrirhugaðrar virkjunar og annarra mannvirkja á svæðinu vegna uppbyggingar fólksvangs, t.d. aðkomubílastæði o.fl. Tillagan skal unnin í samráði við Norðurorku.

8.Fjölnisgata 6 bil B,C,D - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020234Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2013 þar sem Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Bjarkarness ehf, kt. 671107-0710, sækir um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar hækkunar hússins við Fjölnisgötu 6. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson og samþykki meðeigenda.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Gránufélagsgata 47 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020258Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. febrúar 2013 þar sem Kári Pálsson f.h. Idea ehf., kt. 601299-2249, sækir um byggingarleyfi við Gránufélagsgötu 47. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Ásgeirsson.
Skipulagsstjóri vísaði erindinu til skipulagsnefndar þann 27. febrúar sl. þar sem viðbyggingin kallar hugsanlega á breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagsnefnd telur viðbygginguna innan marka gildandi deiliskipulags og felur skipulagsstjóra að afgreiða byggingarleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

10.Tjarnartún 29 - fyrirspurn um húsgerð

Málsnúmer 2013030052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur fram fyrirspurn um hvort meðfylgjandi hugmynd lóðarhafa um húsgerð á lóðinni Tjarnartún 29 falli ekki að gildandi deiliskipulagsskilmálum.

Í greinargerð deiliskipulags hverfisins kemur fram að heimilt er að byggja einnar hæðar eða tveggja hæða (pallskipt) einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu. Hús skulu aðlagast landhalla, t.d. með pallskiptum lausnum eða stöllun byggingar í landi eins og sjá má á skýringarmynd í greinargerð. Þannig verður möguleiki á aukinni lofthæð eða viðbótarhæð að hluta.

Í meðfylgjandi tillögu er bygging sýnd á tveimur hæðum án þeirrar pallskiptingar sem kveðið er á um í skilmálum og er tillagan því ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulagsins. Einnig er óskað eftir að byggja gestaíbúð á neðri hæð hússins með sérinngangi en engin ákvæði eru um slíkt í greinargerð og samrýmist óskin því ekki ákvæðum deiliskipulagsins.
Ekki er því hægt að verða við erindinu. Skipulagsstjóra er falið að ræða við lóðarhafa og hönnuð um úrlausn málsins.

11.Barmahlíð 8 - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2013020175Vakta málsnúmer

Bragi Sigurður Óskarsson, Snægili 3a, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. febrúar 2013.
Óskað er eftir um afslætti af gatnagerðargjöldum vegna Barmahlíðar 8.

Gatnagerðargjald skal greitt samkvæmt samþykktri gatnagerðargjaldskrá hverju sinni. Fyrirhugað er að byggja nýtt einbýlishús á lóðinni nr. 8 við Barmahlíð en áður stóð þar u.þ.b. 100 m2 hús sem brann. Brunnir fermetrar dragast frá stofni gatnagerðargjalds og skal mismunargjaldið greitt í flokki nýbyggingar en ekki sem viðbygging við eldra húsnæði sem ekki er til. Tekið skal fram að 20% afsláttur reiknast af gatnagerðargjaldi sem gildir til 30. júní 2013.

Beðist er velvirðingar á að rangar upplýsingar voru gefnar í tölvupósti dagsettum 11. janúar 2012 vegna fyrirspurnar um gjaldtökuna.

12.Jaðarsíða 15 - rafmagnskassi og færsla á heimtaug

Málsnúmer 2013020187Vakta málsnúmer

Hafsteinn Sveinsson, Fossagili 2 f.h Karólínu ehf. og Jóhann Baldur Sigurðsson, Búðarfjöru 3 f.h Árness ehf., kt. 680803-2770, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. febrúar 2013.
Þeir eru ósáttir við að þurfa að kosta færslu á rafmagnskassa sem er fyrir miðju bílaplani við Jaðarsíðu 15. Þeir eru einnig ósáttir við að þurfa að kosta færslu á heimtaug.

Í nýjum skipulögðum hverfum byggir staðsetning allra lagna, þ.m.t. lagna Norðurorku s.s. vegna rafmagnskassa og heimtauga, á gildandi deiliskipulagi hverfisins en þar kemur m.a. einnig fram staðsetning bílastæða við hús. Rafmagnskassi og heimtaugar í þessu tilviki voru lagðar miðað við leiðbeinandi staðsetningu bílastæða talsvert áður en núverandi lóðarhafi ákvað að sækja um lóðina og mátti honum því vera ljós staðsetning þeirra.

Einnig skal bent á að við samþykkt byggingaráforma á Jaðarsíðu 15 þann 9. janúar 2013 er tekið fram að umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum ef með þarf.

13.Strætisvagnar milli Akureyrar og Reykjavíkur - staðsetning biðstöðvar

Málsnúmer 2013030021Vakta málsnúmer

Eiður Guðni Matthíasson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 28. febrúar 2013.
Hann fagnar því að nú sé hægt að fara með strætisvagni á milli Akureyrar og Reykjavíkur en telur að biðstöðin mætti vera á betri stað, t.d. hjá Olís á móti Glerártorgi eða þar sem gamla upplýsingamiðstöðin var í Hafnarstræti 82.

Núverandi biðstöð Strætó bs. var sett niður við Hof til bráðabirgða eða þangað til henni verður fundin endanleg staðsetning.

Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna.

14.Skipulags- og framkvæmdamál

Málsnúmer 2011030154Vakta málsnúmer

Eiður Guðni Matthíasson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 28. febrúar 2013.
a) Grunnar í Naustahverfi.
Eiður hefur áður bent á að hætta skapist af grunnum í Naustahverfi. Finnst að bærinn ætti að leysa þá til sín.
b) Dalsbraut.
Eiður spyrst fyrir um nýju ljósin á mótum Dalsbrautar og Þingvallarstrætis. Hann telur þau vera slysagildru og hefði viljað sjá hringtorg á þessu svæði eins og er til dæmis við mót Skógarlundar og Dalsbrautar.

a) Komnir eru nýir eigendur að flestum lóðunum milli Mýrartúns og Kjarnagötu og má því ætla að framkvæmdir fari af stað á ný. Aðrar lóðir er auglýstar til úthlutunar.

b)  Samkvæmt umferðarspá er umferð um Þingvallastræti við Dalsbraut um 3500-4000 bílar á sólarhring. Umferðarsérfræðingar hafa bent á að ljósastýrð gatnamót séu mun öruggari fyrir gangandi vegfarendur en hringtorgslausnir en einmitt á þessum stað er talsverð umferð gangandi skólabarna. M.a vegna þessa var ákvörðun tekin um ljósastýringu á gatnamótum Þingvallastrætis og Dalsbrautar.

15.Gilsbakkavegur - beiðni um gangstétt

Málsnúmer 2013030015Vakta málsnúmer

Agnes Harpa Jósavinsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 28. febrúar 2013.
a) Agnes býr við Gilsbakkaveg. Mikil umferð er um götuna enda heilsugæslustöð við hana. Þarna fara mörg börnum um. Hún myndi gjarnan vilja fá gangstétt meðfram götunni og telur að fórna þurfi 4-6 stæðum sem þýddi að 4-6 manns myndu missa sín föstu stæði.
Agnes kvartar einnig yfir hraðanum í götunni og telur hraðamerkingar mega vera betri.

Erindinu er vísað til vinnslu endurskoðunar deiliskipulags miðbæjarins sem nú stendur yfir þar sem svæðið er innan skipulagsmarka þess.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 27. febrúar 2013. Lögð var fram fundargerð 434. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.

Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 6. mars 2013. Lögð var fram fundargerð 435. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.

Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 13. mars 2013. Lögð var fram fundargerð 436. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.