Framkvæmdaleyfi fyrir haug- og metangaslögn við Súluveg

Málsnúmer 2013030126

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Erindi dagsett 15. mars 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna hauggaslagnar frá sorphaugum á Glerárdal að hreinsistöð við Súluveg. Einnig er sótt um framkvæmdaleyfi vegna metangaslagnar meðfram Súluvegi frá hreinsistöð að afgreiðslustöð við Miðhúsabraut. Samhliða þessu er sótt um leyfi fyrir rafstreng og ljósleiðara í jörðu frá hitaveitutanki að dælustöð við Súluveg. Meðfylgjandi er loftmynd og gögn vegna málsins.

Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu 16. maí 2012 að lögn vegna hauggas- og metangasvinnslu á Glerárdal væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun samþykkti einnig í tölvupósti dagsettum 17. apríl 2012 að ekki þyrfti að breyta aðalskipulagi vegna lagningar gasleiðslunnar meðfram Súluvegi.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn um legu lagnarinnar og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Framkvæmdin skal unnin í nánu samstarfi við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar hvað varðar endanlegan yfirborðsfrágang vegna lagnar.

Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Erindi dagsett 11. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h. Norðurorku hf, kt. 550978-0169, sækir um breytingu á framkvæmdaleyfi hvað varðar staðsetningu metangaslagnar. Meðfylgjandi er hnitasettur uppdráttur.

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulagsstjóra að gefa út nýtt framkvæmdaleyfi.