Gilsbakkavegur - beiðni um gangstétt

Málsnúmer 2013030015

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Agnes Harpa Jósavinsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 28. febrúar 2013.
a) Agnes býr við Gilsbakkaveg. Mikil umferð er um götuna enda heilsugæslustöð við hana. Þarna fara mörg börnum um. Hún myndi gjarnan vilja fá gangstétt meðfram götunni og telur að fórna þurfi 4-6 stæðum sem þýddi að 4-6 manns myndu missa sín föstu stæði.
Agnes kvartar einnig yfir hraðanum í götunni og telur hraðamerkingar mega vera betri.

Erindinu er vísað til vinnslu endurskoðunar deiliskipulags miðbæjarins sem nú stendur yfir þar sem svæðið er innan skipulagsmarka þess.